Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 11
11 Nær miðjum aftni tók eg að láta grafa í mannvirkið á Lög- bergi, og hélt áfram til kl. 8. Miðvikudaginn 2. júní var rigning um morguninn, svo að annar verkmaðrinn, sem koma skyldi, kom ekki þann dag; enda var veðr óblítt vegna regns og bleytu, að standa að moldarverki; varð því ekki þann dag haldið áfram grefti. Um hádegi birti upp, og varði eg því, sem eftir var dagsins, til að taka myndir af Lög- bergi og þeim mannvirkjum, sem þar eru; aðra myndina afhringn- um og tóttinni, svo nákvæmlega sem eg gat, eftir því sem það nú lítr út fyrir auganu, enn hina af miðparti Lögbergs, ásamt gjánum upp fyrir Lögsögumannshól að norðan, og langt niðr fyrir hring- inn að sunnan, og er sú mynd nákvæm og áreiðanleg eftir áðr- gjörðri mælingu, sem nefnd er hér að framan. þ»ess skal getið, að á þessari mynd hefi eg einungis fylt út (restaurerað) hringinn og tóttina nokkuð, enn hitt alt er eins og það nú lítr út. Fimtudaginn 3. júni brást mér einnig hinn sami maðr, og var eg við einn mann þann dag, og lét halda áfram greftinum á Lögbergi. Föstudaginn 4. júní hafði eg tvo menn, og lét þá halda á- fram greftinum á Lögbergi, og var honum lokið kl. 3, og ætla eg nú, að það sé rannsakað til hlítar, með því að eg hygg, að þótt meira væri grafið, mundi það ekki ráða þeim úrslitum, sem hér verðr um að rœða, enda ógjöranda, að eyðileggja mannvirki þetta með öllu, er lítr út fyrir að vera að sumu leyti mjög gamalt. Eg lét grafa þar skurð (í stefnu langsetis eftir Lögbergi), þvert í gegnum hringinn og tóttina alt niðr að berginu sjálfu, og annan skurð í gagnstœða stefnu á sama hátt alveg niðr að berg- inu; einungis skildi eg eftir tvö lítil höft ógrafin í miðri tóttinni, sem öldungis var ástœðulaulaust að grafa í sundr, þar áðr hafði verið með hinum skurðinum grafið þvert í gegnum sjálfa miðju tóttarinnar. þar sem skurðrinn er dýpstr, er hann 3 álnir á dýpt, þar sem tóttarveggrinn er hæstr; síðan grynnast skurðirnir allir út að rönd hringsins, þvíað hæst er þetta mannvirki í miðjunni, eins og áðr er sagt. Hin fyrsta vissa, er fæst við gröftinn á Lögbergi, er sú, að þar hefir aldrei staðið nokkur fornmannabúð eða nein veruleg stór bygging, þvíað ekki sjást þar nema nokkrir steinar saman, og það á stangli, sem hefði getað verið hleðslusteinar undir nokkrum beinum vegg. Aðaleinkenni á þessu mannvirki er það, að þar sem flestir finnast steinarnir, er í fyrstu pálstungu, og svo mold fyrir neðan, og sýnist grjótinu dreift út með moldinni til uppfyll- ingar mest á yfirborðinu; sums staðar sjást engir steinar, og er mold alveg niðr i gegn, enn einungis vóru steinar á stangli í moldinni annaðhvort ofarlega eða neðarlega. Um annað verulegt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.