Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 14
14 heldr vera, enn að hið forna sé svo mjög hrunið inn í tóttina. þvíað gafihlað þetta sýnist allgreinilegt og grjótið í því ofar i jörðu enn í hinu. Eg hefi haft nokkuð aðra aðferð við gröftinn á þessari búð, enn við búðina í þingvallartúni, nefnilega við hliðveggi tóttarinnar, þviað eg hefi þar látið taka allan jarðveg ofan af allri þykt vegg- janna, eftir því sem næst verðr komizt ummáli þeirra og þykt, þvíað hin aðferðin hefði að áliti mínu átt hér miðr við, þar eð grjótið liggr hér miklu óreglulegar, og myndar ekki eins ákveðna hleðslu sem í hinni búðinni, enda þótt það sé fullljóst, að þetta sé hinir upprunalegu veggir. Við gaflhlaðið hefi eg þar á móti farið sem næst hinni fyrri aðferðinni, grafið ræsi að utan og innanverðu við hleðsluna, enn látið miðbikið standa óhaggað. Ur yztu hleðslu úr norðrgaflhlaðinu hafa auðsjáanlega verið teknir steinar, líklega til að byggja upp hið innra gaflhlað; enn þó stendr eftir ljós vottr um hleðslu í hinu forna upprunalega gaflhlaði. Dyr eru á eystra hliðvegg, þeim er snýr að ánni, nær nyrðra enda1. Lengd búðar- innarinnar 86 fet, og breidd hennar að meðaltali 26 fet, nefnilega 25 fet mjóst og 27 fet breiðast. Mánudaginn 7. júní hafði eg einn mann að ljúka gjörr við gröftinn á Njálsbúð, og var honum lokið kl. 6. e. m. f>á lét eg byrja á hleðslunni eða mannvirkinu á gjábakkanum lægra norðr frá Snorrabúð, þ. e. á þeim stað, sem Dr. Guðbrandr Vigfússon og Dr, Kaalund ætla Lögberg verið hafa, og lét eg rannsaka þann stað mjög nákvæmlega, sem nú skal skýrt frá. priðjudaginn 8. júní kl. 7 f. m. byrjaði eg aftr gröftinn á þess- um síðast greinda stað; hafði eg þá þrjá duglega menn að vinnu, og gekk þá verkið vel fram. Hleðsla þessi eða mannvirki á gjá- barminum er 57 fet frá brún gjábarmsins að neðstu hleðslu mann- virkisins í stefnu beint niðr að ánni. í gagnstœða átt mælt, nefni- lega samhliða með gjábarminum upp við sjálfan gjábarminn (mælt á yztu hleðslur) 59 fet, enn neðar eftir sömu stefnu um mitt mann- virkið (samhliða með efri línunni) 67 fet. Brúnin eða bergið á gjá- barminum er 8 álnir á hæð ofan í botninn á Almannagjá, sunnan til undan hleðslunni í króknum, þar sem klettrinn er sprunginn frá (sbr. ,,Alþingisstaðinn“). Enn ofan af brún gjábarmsins þvert yfir miðja hleðsluna og niðr eftir berghallanum og niðr á jafnsléttu eða að búðartóttunum, er víst 25 faðmar; enn þó skal geta þess. að mál þetta er eigi fullkomlega nákvæmt, þar eð það var eitt af því, er eg átti eftir að athuga betr á f>ingvelli í sumar, þegar eg var þar, enn nærri mun þetta mál samt láta. I) Eg skal geta þess hér að gamni mínu, að eg setti stein nokkuð stóran við miðjan hliðvegg búðarinnar innanverðan, þar sem öndvegið hefir hlotið að vera og gamli Njáll hefir setið, sé það rétt, að þetta sé hans búð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.