Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 23
23
lega borið niðr helzt á klaka og í vatnagangi, þvíað þingvallahraun
er, sem kunnugt er, frá nýjara tímabili enn veltisteinarnir. Á
mörgum stöðum eru hraunhellur, sem áin hefir runnið yfir; ein-
kannlega sjást þar í einum stað hellur máðar af vatni, og er sem
lægðir liggi langsetis sums staðar niðr eftir hellunum, sem
vatnið hefir smámyndað hinn langa tíma, er áin hlýtr að hafa
runnið þar. þ>egar niðr dregr undir vatnið, dreifist farvegrinn út
og verðr að grasflesjum sléttum, enn mosamóar eru á báðar hliðar
miklu hærri enn farvegrinn og ólíkir að iandslagi. Víða eru skurð-
ir og gjótur í farveginum. Sums staðar eru leirar eða sandar, sums
staðar er farvegrinn nær 3 álnir á dýpt, Oxará hefir runnið í
vatnið skamt fyrir austan Skálabrekku; þar við vatnið eru klappir
í farveginum, eru þær máðar (slípaðar), og ósinn glöggr. þessi
farvegr er kallaðr „Árför“ eða „Árfar“ enn í dag. Geta skal þess,
að fram undan árósnum heita i vatninu „Urriðaálar11 og „Árfars-
grynning“ þar í kring; Landnámabók og Sturlunga saga ákveða
með ljósum orðum, að Oxará hafi verið veitt í Almannagjá1.
Eg gjörði mér mikið far um að sanna sögu landnámabókar
og Sturlunga sögu um, að Oxará hefði verið veitt í Almannagjá,
þviað það sýnir eitt með öðru, hvé sögur vorar eru áreiðanlegar,
þegar þeim hefir eigi verið Spilt með ónákvæmum afskriftum eða
innskotum, sem miðr eiga við. Nú hygg eg það sé fullsannað, að
Öxará hafi verið veitt i Almannagjá, og hefir það líklega verið gjört,
þegar alþingi var sett. þegar eg kom heim síðara hluta dags,
gerði eg við uppdrátt minn af Almannagjá.
Laugardaginn 18. júní gott veðr. þ>á lauk eg við uppdrátt-
inn af Almannagjá, og setti ýmislegt á „Alpingisstaðinn“ (kortið
1) Landnámabók segir: f>eir (Ketilbjörn) höfðu náttból ok gerðu sér skála; þar heitir
nú Skálabrekka. En er þeir fóru þaðan, kómu þeir at á þeirri, er þeir kölluðu
Öxará. Handritið „Af“, er tilfœrt er neðanmáls, bœtir við: kómu þeir at árís, ok
hjuggu á vök, ok feldu í öxi sína, ok kölluðu Öxará. Sú á var síðan veitt i
Almannagjá, ok fellr um J»ingvöll. í>eir týndu þar öxi sinni; þeir áttu dvöl
undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reyðarmúla; þar lágu þeim eptir áreyðar þær,
er þeir tóku í ánni. Landn.b. Kh. 1843 5. P., 12. k. bls. 312—313.
í Sturlunga sögu er þannig: En þeir (Ketilbjörn) gerðu sér skála þar er þeir
höfðu nátt-ból, ok kölluðu þat af því Skálabrekku. En er þeir vóru þaðan skamt
farnír, þá kómu þeir á ár-ís, ok hjuggu þar á vök 0g feldu í öxi sína, ok kölluðu
hana af því Öxar-á. Sú á var síðan veitt í Álmannagjá, ok fellr nú eptir f>ingvellí.
|>á fóru þeir þar til er nú er kallaðr Reyðarmúli. J>ar urðu þeim eptir reyðar
þær, er þeir fóru með ; ok kölluðu þar af þyí Reyðar-múla. Sturl. Oxford 1878
VII. 12. 1. b. bls. 203. Eins stendr þetta í eldri útgáfunni, Sturl. Kh. 1817, 3, þ.
i.k. bls. 202. Mér þykir það all-líklegt, að Ketilbjörn hafi einmitt á þessum stað,
sem nú heita Urriða-álar, veitt. váreyðarnar; þvíað það var beinlínis á leiðinni,
þegar hann fór frá Skálabrekku og austr yfir hraunið með vatninu, og er ekkert á
móti að ætla. að örnefnið sé frá þeirri tíð, það kemr einnig mæta vel heim, að
þegar Öxará rann þar, þá hlaut hann að reka sig þar á ána.