Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 25
25
eg af stað frá þingvelli kl. 4 e. m., og kom heim í Reykjavík kl.
yfir 11 um kveldið.
fegar haft er tillit til allra þeirra mannvirkja bæði eldri og
nýjari, sem kynni að hittast á þingvelli, þá mætti að vísu segja,
að rannsókn þessi væri eigi fullgjör, enn þó er hér þess að gæta,
að hinir merkustu staðir á þingvelli vóru ,. Lögréttan11, dómslaðirnir
og Lögberg, enn um Lögréttuna er það að segja, að hún verðr
trauðla rannsökuð með grefti. Eg hefi sett hana á þann stað á
Völlunum neðri (sbr. Alþingisstaðinn), þar sem eðlilegast er að hún
hafi verið. J>ar eru lítt upphækkaðir móar, dregið í þýfi, og er
eins og hatti fyrir, einkannlega að austanverðu, þar sem móarnir
byrja, þvíað undir hinni fornu Lögréttu hefir þó orðið að vera
nokkurs konar upphækkun, og það kemr eigi til mála, að Lög-
réttan hafi verið sunnar á Völlunum nær ánni, þvíað þar eru egg-
sléttar grundir. Menn geta þó trauðla ímyndað sér það, að eigi
sjáist hin minstu vegsummerki, þar sem Lögréttan var alla forn-
öldina og fram á miðja 13. öld, og þar sem hálft annað hundrað
manna var saman komið. Að vísu eru þessi kennimerki, sem eg
tilnefni, óglögg það er til lögunar kemr, enda eru móar þessir út-
troðnir af götum; enn það er þó réttara að setja hana þar, heldr
enn þar sem alls engin kennimerki sjást, enda kemr þessi minn
Lögréttustaðr svo mæta vel heim við Njáls sögu, sem, eins og kunn-
ugt er, bezt lýsir Jdngvelli. í Njáls sögu er fimtardómrinn settr í
Lögréttu, eins og sjálfsagt er, og þar hófst bardaginn á alþingi (sbr.
Grág. 43. k. i.b. bl. 77: Enn Vtar dóm skal setia í Lögrétto). í brennu-
málunum og bardaganum á alþingi er það auðséð af öllu, að þar
var mikill mannfjöldi saman kominn, og meðal annars af þvi, að
menn gjörðu herkuml á hjálmum sínum, áðr enn bardaginn byrjaði,
sem eigi var vant að gjöra, nema þar sem her manns var saman
kominn (herkuml vóru merki, er menn drógu framan á hjálmana,
að menn skyldi þekkjast, sbr. Stiklastaðaorustu. „Menn görðu
herkuml á hjálmum sínum og skjöldum, og drógu þar með bleiku
á krossinn helga. Heimskr. Christj. 1868 bl. 472—73“, sbr. Njálss.
dags, frá hér um bil kl. 3. og alt þangað til hún gengr undir, á öllum tímum árs sem
sólargangr er svo langr; það gildir einu, hvar maðr stendr á hinum forna alþingisstað.
f>annig er það ávalt, þegar sólina sér. Vestri barmrinn áAlmanna-
gjá myndar sjóndeildarhringinn bæði í vestrinu og norðvestrinu,
enn engin fjöll sjást upp yfir á öllum þeim vegi, sem sólina ber yfir alt að sólarlagi;
einu gildir, hvort maðr stendr á hinu forna Lögbergi eða annars staðar (sjá „Upp-
drátt af Almannagjá og alþingisstaðnum upp á völluna neðri eins og
J)að lítr út frá Lögbergi“, sem eg gjörði í sumar, er eg var á J>ingvelli, og teiknaði
eg á Uppdráttinn allan þann sjóndeildarhring, sem til er á þessu svæði, og vona eg,
að það sé trúlega gjört.