Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 26
26
k. 1423, bls. 762: „þeir gerðu hvorirtveggju herkuml á hjálmum sín-
um“). Sturlungas. talar og um það, að Lögréttan hafi verið uppi á
Völlunum, og sömuleiðis segir Ölkofraþáttr það ljóslega (Sturl. I.
bl. 327., Ölkofraþ. herausgeg. von Hugo Gering. Halle 1880, i719).
Enn það, sem Grágás Kb. segir um Lögréttuna, er þó allramerki-
legast, I. 2126 : „ Út frá pöllom á alþýða at sitia. það er auðvitað,
að þingheimr hefir viljað hlusta á það, er gerðist í Lögréttu, og
þurfti því mikið svæði alt í kringum Lögréttuna, og sýnir þetta,
að þessi staðr er hentugastr, þvíað þar er œrið rúm öllum megin.
Eg hefi hugsað mér Lögréttuna þannig, að hún hafi verið
kringlótt, eins og Grágás helzt bendir á, þvíað hún segir: „þ>ar
skulu vera þrír pallar umhverfis". Undir Lögréttunni hefir hlotið
að vera nokkur upphækkun, og hygg eg, að menn hafi setið á
trébekkjum, þvíað það er óhugsanda, að hér hafi verið torfpallar,
og að hinir skrautbúnu höfðingjar landsins hafi setið á torfhnaus-
um, þvíað, eins og vér vitum, getr jörðin oft verið blaut, þótt veðr
sé gott. þ>essir trépallar hafa að líkindum verið teknir upp eftir
Eg fæ ekki betr skilið, enn að Guðbrandr Vigfússon skilji staðinn í Grág.
Kb. 24. kap. þannig, að þar sé meint dagsmark á vestra gjábarminum,
enn eigi skin sólarinnar framan á gjábarminn. Hann segir: (Sturl. II. 507.
bl.) »Næsta sönnun er upprás sólarinnar, Grág. Kb. 24. kap. »Vér skolom
fara til Lögbergs á morgin ok fœra dóma út til hruðningar svá it síðasta, at
sól sé á gjáhamri enum vestra ór lögsögumannsrúmi til at sjá á Lögbergi«.
»Af þessum stað er auðsætt, að dag&mörkin frá Lögbergi vóru ákveðin
á hinum vestra gjáhamri. þetta gat að eins átt sér stað frá einhverjum
stað, er var rétt uppi hjáhinum efra gjáhamri. Hefði staðrinn veriðneðar,
á Völlunum eða fyrir austan ána, þá hefði fjöllin ábak við myndað sjóndeild-
arhringinn, enn eigi efri gjábarmrinn«.
Mér er eigi fullljóst, hvað Guðbrandr hér vill sanna með upprás sólar-
innar, því að um slíkt getr hér ekkert verið að rœða, þar sem hann augljós-
lega aðhyllist það, að Grág. meini hér dag smark á vestra barminum á
Almannagjá, enn eigi skin sólarinnar framan á gjábarminn um morguninn,
enn það er ljóst, að dagsmörk á vestra barminum á Almannagjá getaeigiátt
sér stað fyrr en síðara hluta dags eftir kl. 3. Um það leyti kemr sólin upp
á vestra barminn á Almannagjá, þar sem hann fyrst byrjar að hefjast upp
fyrir auganu frá hinu forna Lögbergi til að sjá (sjá Uppdráttinn af Almanna-
gjá). Að öðru leyti er það ljóst af orðum Guðbrands, að hann gjörir ráð
fyrir, að Grág. meini hér dag smark, enn eigi skin sólarinnar framan á gjá-
barminn, enn í því liggr misskilningrinn hjá Guðbrandi, að hann álítr, að
fjöllin fyrir vestan þingvallarsveit myndi sjóndeildarhringinn frá hinu forna.
Lögbergi; en hann segir það, sem satt er, að vestri barmrinn á Almannagjá
myndi sjóndeildarhringinn, þegar staðið er á gjábarminum lægra eða eystra
norðr frá Snorrabúð. Enn eg skal enn taka það fram, að vestri barmrinn á
Almannagj á myndar sj óndeildarhringinn frá b dðum stöðunum, bæði
frá gjábarminum lægra og Lögbergi hinu forna, langt norðr fyrir neðra foss,
enn þá er komið að s.ólarlagi, þegar sólina ber þar yfir, þegar lengstr er dagr,
og þá vita allir, að um engin dagsmörk er lengr að rœða,
Eg skal taka það fram í fám orðum, að Guðbrandr Vigfússon hefir fyrst
hreyftþeirri, skoðun og er sannfœrðr um, að Lögberg í fornöld hafi eigi verið
fyrir austan Oxará, eins og menn hafa almennt álitið á öllu Islandi, heldr, að