Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 27
27 Tivert þing og geymdir, eins og t. d. verðr að hafa verið með viðinn úr búðunum. Eg hefi nú hugsað mér fjóra innganga á Lögréttunni, verðr það eðlilegra, er slíkr mannfjöldi átti að taka sæti á pöllunum. þessir inngangar skiftu hverjum palli í fjóra jafna parta, og kemr þá sín tylft manna á hvern pallshluta, og verða þeir (o: pallshlutarnir) eftir þessari skiftingu einna jafnastir. í Lögréttunni sátu 12 tylftir manna auk lögsögumanns, er hafði rúm sitt í miðjunni. í málunum eftír Höskuld Hvítanesgoða var féð borið saman í lögréttu, þar segir: ,.f>eir (Flosi) gengu austan at Lögréttu“, og „Njáll gekk vestan at Lögréttu og synir hans“; „Skarphéðinn gekk á meðalpallinn, og stóð þar“ (k. i2367, bls. 638— 639). J»etta sýnir, að Lögréttan hefir hvorki staðið vestr við brekkuna upp að Almannagjá, og heldr ekki austr við hraunið, þvíað einsog sagan hér bendir á, var jafnslétt svæði austan og vestan að Lög- réttunni, Grág. Kb. fastsetr Lögréttuna í ii7.k. „oc scal hon sitia i þeim stað a valt, sem lengi hefir verit“. Eg hirði eigi að tilfœra hið forna Lögberg hafi verið fyrir vestan á á gjábarminum lægra norðr frá Snorrabúð (sjá Dppdr. af Almannagjá 10); auk þess telr hann víst, að Byrg- isbúð hafi verið á Lögbergi hinu forna fyrir austan ána, og að þar hafi aldrei Lögbergið verið í fornöld. Ein af sönnunum hans fyrir þessu nýja Lögbergi er sú, er eg nefndi hér að framan, þar sem hann vill sanna af sjóndeildar- hringnum á þingvelli að Lögberg hafi verið fyrir vestan ána nálægt vestra barminum á Almannagjá. Guðbrandr gjörir grein fyrir þessari skoðunsinni í ritgjörðum aftan við Sturlungasögu, er hann gaf út í Oxford 1878. þessi skoðun hans styðst einkannlega við einn stað í Sturlungasögu í pappírs- handriti því í British Museum, er hann leggr til grundvallar fyrir textanum í útgáfu sinni. það hljóta allir að játa, að Guðbrandr sem frœðimaðr gat eigi gengið þegjandi fram hjá þessum stað í Sturl., og hann á enda þakkir skildar fyrir að hafa tekið fram þenna stað, sem sýnist vera svo ákveðinn, þvíað það hefir líka leitt til þess, að farið var að rannsaka þingvöll bæði í þessu og öðru tilliti. Enn þess ber líka að gæta, að elztu brot af kálfsskinns- handriti af Sturl., sem er í Arna Magnússonar safninu í Kaupmannahöfn, hefir eigi þenna stað; eins og líka hann sjálfr sýnir. Brot þetta heitir ÁM 122 a, enn Guðbrandr kallar það b í sinni útgáfu. Eg get eigi betr séð, enn að Kálund telji það sjálfsagt, að Lögberg hafi verið fyrir vestan á ágjábarm- inum eystra norðr frá Snorrabúð, þessum sama stað, sem Guðbrandr heldr, og að Byrgisbúð hafi verið á hinu foma Lögbergi. Um^ þetta mál fer hann mörgum orðum, þar sem hann talar um alþingisstaðinn i Islandslýsingu sinni; telr Kálund þetta lítið efamál. Eg er Kálund samdóma um margt á þing- velli og tekr hann margt fram bæði þar og víðar í bók sinni, sem vér getum eigi náð til hér á landi, enn sem liggr við bókhlöðurnar f Kaupmh. og tel eg það jafnvel einn hinn bezta kost við bók hans. Eg skal leyfa mér að taka það fram, að eg er öldungis þvert á móti skoðun Guðbrands og Kálunds það er kemr til Lögbergsins, og eins um það, að Byrgisbúð hafi staðið á Lögbergi hinu foma, og hefir það ljóslega komið fram af rannsókninni á þingvelli, að Byrgisbúð hefir þar aldrei verið, og mun eg síðar í riti þessu sýna það. Eg skal einungis geta þess hér, að hefði Lögberg ekki verið millum gjánna, þá sjá allir, að það hefði verið hið ágætasta búðastœði. Hinar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.