Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 28
28 fleiri dœmi um Lögréttuna; vona eg, að menn sjái, að þessi staðr„ þar sem eg hefi sett hann, verðr einna eðlilegastr. - • Um dómana er það að segja, að þeir verða eigi .vérklega rannsakaðir, þvíað eg hygg, að fullyrða megi, að þeim var ejgi ætlaðr neinn ákveðinn staðr ár eftir ár, og þar sem dómarfiir hafa verið háðir, hafa engin mannaverk verið gjörð eða dómhririg-- ar; að minsta kosti verðr það ekki séð við fjórðungsdómana .á Al- þingi. Af Egils sögu, Rvk. 1856 sést, að engir hlaðnir dómhringar vóru hafðir í Norvegi; kap. 57, bl. 123 stendr: „En þar er dómrinn var settr, var völlr sléttr og settar niðr heslistengr í völlinn í hring, ok lögð um utan snœri umhverfis. Váru þat kölluð vébönd. En fyrir innan dómhringinn sátu dómendr“. Hér eru véböndin fyrir dómhring, og það sést líka, að dómrinn var á sléttum velli, eins og vera þurfti, þar sem um mikinn mannfjölda var að rœða. Dóm- arnir gátu hvergi annars staðar verið á Alþingi enn uppi á Völlun- um neðri. þ>ar fór alt þingið fram nema Lögbergsstarfinn; sögur vorar benda svo víða á það, að dómarnir vóru uppi á Völlunum, og fornu búðatóttir á þingvelli sýna, ef vel er að gætt, að notað hefir verið alt það svæði, sem tiltök vóru að nota, sem eðlilegt var, þar sem slíkr mannfjöldi var saman kominn. Af öllu því, er mælir með hinu forna Lög- bergi, er nú þetta reyndar hið minsta, enn þetta eitt nœgir þó til að sýna það, að menn hafa haldið þessum stað auðum í fornöld, og af því leiðir, að hann hefir verið notaðr til einhvers annars, og til hvers annars hefir þá verið eðlilegra að nota hann enn til Lögbergsstárfans. það er næsta ólík- legt, að vorum góðu Sturlungum hefði eigi komið til hugar að nota hraun- rimann milli gjánna til einhvers ef þar hefði eigi verið Lögberg. þar var eitthvert hið bezta aðhald á allar hliðar, enn höfðingjar gengu á þing með vopnaða herfiokka svo hundruðum skifti, og bygðu virki og varnir á þing- staðnum sér til tryggingar. þetta er ljóst af mörgum stöðum í Sturl. Á Lögbergi mátti hafa margar búðir og auk þess var það einn hinn fegrsti staðr á þingi, og nær það því engri átt, að þessi staðr hafi eigi verið not- aðr fyrir fleiri búðir enn Byrgisbúð, þar sem búðarleifarnar sýna, eins og áðr er drepið á, að menn hafa svo að segja notað hvern stað, sem tœkilegr var fyrir búðarstœði. Búðirnar vóru uppi við Kastala, uppi á Yöllunum neðri hér og þar jafnvel nálægt Lögréttunni. þingvallartún sýnist að hafa verið fjölsett búðum, einkum þeim megin, sem að ánni veit; má þó gjöra ráð fyrir, að margar búðir í þingvallartúni sé nú með öllu horfnar. Fyrir norðan túngarðinn á þingvelli hafa og verið margar búðir og jafnvel niðr við ána, sem nú eru brotnar af. Auk þess finst, þegar vel er aðgætt, votta fyrir búðum á svæðinu norðr eftir fyrir vestan Floságjá, og má þó ætla, að fyrir austan á hafi verið enn fleiri búðir, sem engar menjar sjást af. Fyrir vestan ána er nú alt alþakið búðum; hefjast búðarústirnar móts við bœinn á þingvelli og enda sunnar og heldr svo búðaröðin áfram norðr eptir upp með ánni; út með berginu eru og búðir og alt norðr eftir; heldr þessi búðakrans áfram norðr eftir alt fram undir veginn, sem riðinn er ofan úr Almannagjá, og síðan fram með ánni er búðaröð og allt fram að fossi og hafa búðirnar verið þar einna þéttastar, beint niður undan gjábarminum. Á þessu svæði hefir áin þó brotið af. I skarðinu vóru einnig búðir og upp í Almannagjá nokkuð suðr eptir gjánni. Norðr frá skarðinu eftir Ál- mannagjá eru margar búðir alt fram að Drekkingarhyl. Fyrir víst tvær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.