Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 30
30
gönguna: „Lögsögumaðr skal ráða ok at kveða, hvar hvergi dómr
skal sitja, ok skal lögsögu maðr láta hringja til dóma útfœrslu".
J>að verðr eigi séð af Grág., að nokkur upphækkun hafi verið höfð
umhverfis dómana, þar sem hún talar um dómvörzlu, og ekkert
er þar talað um vébönd. Hún gjörir ráð fyrir því, ef menn ganga
of mjög að dómi, að rista skuli hringi tvo umhverfis dóminn, sem
menn megi eigi ganga inn fyrir, og sýnir þetta, að hér hafa eng-
in upphækkuð takmörk verið, ella hefði þessa varla þurft, Grág.
Kb. kap. 41. (I 7221): „feir skolo rísta reito .ii. fyrir utan þat er
dómendr sitja“. Af þessum stað sýnist mér það ljóst, að ekkert var
umhverfis dóminn.
Eg hefi nú hér að framan talað um þetta tvent, Lögréttuna
og dómana, sem hvorugt verðr verklega rannsakað, Lögbergsrann-
sóknin er sömuleiðis hér að framan, og er þá einungis eftir að tala
um það, sem til búðanna kemr, þvíað þetta er hið helzta, sem rann-
sakað verðr á fingvelli; þær tvær virkisleifar, er sjást á þúngvelli
enn í dag, eru og rannsakaðar, bæði sú á gjábarminum, eða hvað
lega villanda í lögum. Eg skil þetta því svo, að Grág. bæði 24., 28. og
29. k. meini: þar sem sólina ber yfir, nefnil. dag smark, eins
og bæði tlðkast enn og tíðkazt hefir á öllu íslandi, eins og allir vita, enn
ekki skin sólarinnar framan á gjábarminn. Njáls s. nefnir á einum stað
gjábakka, bls. 739 (k. 138ss) eystra vegginn á Almannagjá. Kristnisaga
nefnir hann og gjábakka k. 11. Bisk. I 21i7. Sturlunga s. nefnir oft gjá-
bakka; hún nefnir og á einum stað Almannagjárhamar, sem annaðhvort
er sama sem örnefnið Gjáhamar, eða þá einhver einn staðr á gjábarmin-
um, þar sem þeir Úrœkja skyldu finnast. Meira um þetta síðar. Gjábakki
heitir bœrinn, sem dregr nafn af eystra eða hærra barminum á Hrafna-
gjá. Hér er eigi blandað saman bakka og hamri og væri því undarlegt,
að Grág. skyldi gjöra það (sem þó hlýtr að vera einna réttust og er þar að
auki bezt út gefin meðal allra hinna stærri fornrita vorra), ef hún ekki
meinti annað með hamri enn bakka. Ef það á að þýða sama í Grág.:
»Sól sé á gjáhamri enum vestra ór lögsögu manns rúmi til at sjá á lög-
bergi« og hitt: »ok eigi síðarr enn sól kemr á gjábakka enn hæra frá lög-
bergi, or lögsögu manns rúmi at sjá« og ef þetta hvorttveggja á að tákna
skin sólarinnar framan á gjábarminn um morguninn, þegar sólin kemr upp,
þá eiga líka þessi orð Grág. k. 25. »áþr sól komi á þingvöll« að þýða hið
sama, þvíað þau tákna beinlínis sólaruppkomuna á þingvelli; það getr að
eins munað fáum mínútum.
það virðist nokkuð ólíklegt að Grág. skuli binda allar sínar tímans á-
kvarðanir við hér um bil kl. 2þ um morguninn eða við sólaruppkomuna,
bæði með að byrja og hcetta, þó það sé ólíks eðlis, sem fram á að fara.
Eg get varla annað enn hugsað mér, að þessir þrlr staðir hafi sinn hverja
merking, nfl.tveir þeir fyrstu þýða dagsmörk á hærra barminum á Almanna-
gjá, enn hinn síðasti skin sólarinnar á þingvöll, og fáum mínútum áðr hefir
sólin kastað geislum sínum framan á gjábarminn, er hún fyrst kom upp.
Eg á eftir að athuga betr tvent á þingvelli, sem er til skýringar þessu
máli, og þar að auki að taka betr fram báðar hliðar þessa máls, bæði
með og mót.
Eg skal geta þess hér, að htlu utar á gjábarminum er annar hamar
líkr hinum til að sjá með skoru ofan í, nema hann er nokkuð lægri (sbr.