Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 34
34 Rétt við vatnið sést þar vella upp úr sprungu og úti í vatninu rétt við landið skýtr upp bólum, og sýnist víða sem hœg vella í potti; nafnið á Vellankötlu er því vel til fundið, eins og hún lítr nú út, hvort sem hún hefir breytzt eða eigi, sem ekki verðr sagt með vissu. Sverðsfundrinn, sem eg hefi lýst hér að framan (bl. 20—21), er mjög þýðingarmikill í þessu máli, bæði sá hluti af brandinum, sem eg fann, og lika hinn, sem Björn hafði fundið áðr, og sem Páll Gaimard fékk. það sést af því, sem eg fann, að saga Bjarnar um fund hans hlýtr að vera öldungis rétt, þar sem hann vísaði mér á glufuna, þar sem hann hafði fundið sverðhlutann. Eg get eigi betr séð, enn þetta sé órækr vottr þess, að botninn í Almanna- gjá hefir að minsta kosti á þeim stað eigi sigið niðr eða neitt um- breytzt, þvíað það er ljóst, að ekki varð sverðið látið neðar upp- haflega enn í glufu rétt niðr við grasrótina, Fyrir opið á gluf- unni sýndist sem lagðr hefði verið steinn eða hella, er sigið hefði síðan frá; vel getr verið, að sverðið hafi legið hér — og það er enda líklegast — síðan í fornöld, og helzt lítr út fyrir, að það hafi verið falið þar; hvernig á því stendr, verðr eigi sagt. Enn þá einn vegr liggr frá Armannsfelli eða af Hofmanna- fleti austr yfir hraunið undir Hrafnabjörg og hjá Raftahlíð, sem kölluð er, og þaðan austr á Hrafnabjargaháls. þessi vegr var kallaðr Prestavegr eða Byskupavegr, þ>að er auðsjáanlega þessi vegr, sem talað er um við þingreið f>orgils Oddasonar (Sturl, I, bl. 32): „Ok hugsa nökkut fyrir sér ráðit ok þykkir eigi ólíklegt, at þeir Hafliði myndi þar fyrir sitja ok gæta svo hvárrartveggju leiðarinnar, er önnur liggr fram undir Ármannsfell ok hjá Sleða- ási: en önnur liggr. leiðin austr yfir hraun undir Hrafnabjörg, ok undir Reyðarmúla til Gjábakka, ok svo austan um hraunit til búða“. Eigi mun þetta eiga að skiljast þannig, að Presta- eða Byskupa- vegrinn hafi verið hin vanalega leið, er Norðlendingar fóru á þing, þvíað hún var miklu lengri, enn hana mátti þó koma á þing, ef hin var varin. Enn Hafliði Másson hefir setið á Völlunum efri langt fyrir ofan kastalana og fyrir ofan þinghelgi, og gat þannig varið þeim þ>orgilsi að koma í þinghelgi, hvora leiðina sem þeir lcómu, hvort heldr ofan Fögrubrekku, sem eg hefi áðr nefnt, eða austan úr hrauninu fyrir endann á Flosagjá og niðr Prestakrók, og svo niðr á Völluna efri1. J>essa vegi hefi eg sett báða áAlþingis- 1) þessi vegr mun vera hinn sami, sem farinn er enn í dag, austan frá Vellankötluogfyrirneðan túnið í Skógarkoti og austan hraunið á Völlunum efri. Eg skal og taka það hér fram, að gjáin öll heitir F lo s ag j á eftir það er gjárnar koma saman fyrir norðan Lögbergssporðinn nyrðra og fram að haftinu, þar sem virkisleifarnar sjást, hjá Byrgisbúðarrimanum, og alt norðr í hraun þar fyrir framan, svo langt sem hún nær. það er misskiln-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.