Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 35
35
staðinn, og geta menn þar af gjört sér þetta ljóst. J>að er þessi
síðastnefndi vegr austan úr hrauninu, sem Njálssaga talar um bl.
732—3, og eldri útgáfan eins, sem þeir Ásgrímr Elliðagrímsson
og Gissur riðu á þingið með flokk sinn í brennumálunum; orð
Njálssögu eiga hér svo mæta vel við, að lítt verðr um það efazt,
að Byrgisbúð' hafi verið þar austr á hraunrimanum, sem eg hefi
sett hana á Alþingisstaðinn; þeir Ásgrímr og Gissur hafa fylkt liði
sínu, þegar er þeir kómu austr úr hrauninu upp í Prestakrók, sem
nú er kallaðr og eg nefndi áðr; þá blasti við fylking þeirra Flosa
á hraunrimanum eða þar nálægt virkisgarðinum, enn þegar þeir
Ásgrímr hafa riðið niðr Völluna þar fram hjá, þá hefir verið að
eins skamt á millum flokkanna, á að gizka 50—60 faðmar eða minna.
Njálssaga segir: „Riðu þeir (Ásgrímr) þááVöllu hina efri okfylktu
þar öllu liði sínu“. ' Um Flosa segir, er hann sá fylking hinna: „Flosi
ok menn hans hljópu þátilvápna allir, ok var þá við sjálft, at þeir
myndi Iberjast, enn þeir Ásgrimr ok þeirra sveit gerðist ekki til þess,
ok riðu til búða sinna“. Eg get eigi betr séð, enn þetta verði alt
eðlilegt. Enn nú skulum vér sjá, hvernig fer, ef vér setjum Byrgis-
búðáLögberg hið foma, einsog þeir Guðbrandr og Kálundgjöra,
og nefnt er hér að framan. Nú liggr vegrinn niðr á Völluna neðri
niðr hjá Köstulunum vestan til og niðr hjá, þar sem Lögréttan hin
forna hefir verið, og yfir hólmana og svo vestr yfir Oxará. Eg
get ekki séð neitt á móti því, sem „Búðaskipan á þingvelli
(Katastasis), eins og var í manna minnum 1700“, segir, að búðir þeirra
Ásgríms Elliðagrímssonar og Gissurar hvíta hafi verið fyrir vestan
á, að minsta kosti kemr ekkert fram í Njálssögu eða neinum sög-
um, sem geti verið á móti því, og það er fjarri því, að það geti
verið nokkuð óeðlilegt, heldr þvert á móti eðlilegt, þvíað eins og
kunnugt er af Njálssögu sýnast Austfirðingar að hafa haft flestar
búðir sínar fyrir austan á; annars verða af sögunum ekki hin minstu
rök leidd að því, að búðir þeirra Ásgríms hafi verið f}>rir aust-
an á. Vegr þeirra Ásgríms lá því hvergi í nánd hinu forna Lög-
bergi eða Byrgisbúðartanganum, semþeir nefna það. Hér gat því
ekki verið nokkur meining í, að við sjálft hefði legið, að þeir
myndi berjast, þó að þeir Ásgrímr riði leið sína á þingið; þeim Flosa
gat undir engum kringumstœðum verið við neinu hætt eða flokk-
unum lent saman, þar sem 45 feta breið gjá eða meir var á mill-
um þeirra, sem enginn komst yfir nema fuglinn fljúgandi.
ingr, að einungis heiti Flosagjá fyrir vestan Lögberg ; gjáin mun draga nafn af
Flosa, síðan hann tjaldaði Byrgisbúð þar upp frá og hefir svo fengið sama
nafn alt suðr eftir; vera má, að í fornöld hafi heitið Flosagjá beggja megin
við Lögberg, enn Nikuldsargjá kölluð, síðan hann druknaði þar, eftir því
sem sagt er, 1742. Eg vil hér geta þess eitt skifti fyrir öll, að eg kalla
hraunrimann, þar sem eg hefi sett Byrgisbúð, Byrgisbúðarrima.
3’