Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 41
41
Bláskógaheiði og riðu svo suðr til Vallarins; enn þeir að austan,
Skeggbroddi og J»orgeir úr Laugardal, og Járnskeggi að norðan hafi
hitzt við Reyðarmúla. f»etta getr verið, að þeir hafi mælt þar mót
með sér, þó að einn þeirra væri að norðan. Eg vona nú, að það
geti verið hverjum ljóst, hvað Bldskógar og Bldskógaheiði hét í
fornöld; hefi eg tekið það þannig fram vegna þess, að um það
vóru deildar meiningar áðr.
Crag'iiheiði heitir nú millum Ármannsfells og Súlna, uppblás-
in sandheiði; hún er nefnd við för Orœkju í Skálholt VII þ., 158
k., i.b., bl. 3q627 : kómu þeir þá ofan á Jfingvöll og sumt liðið á
Kárastaði og Brúsastaðih Gagnheiði er og nefnd VII. þ., 179. k.,
2. b. bl. 3o9, þegar þeir Tumi Sighvatsson fóru suðr að Olfusvatni
til hefnda eftir Snorra Sturluson. J>að litr helzt út fyrir, að þessi
vegr millum Ármannsfells og Súlna hafi verið farinn, þegar koma
skyldi sunnarlega í þ>ingvallarsveitina eða þegar farið var fyrir
sunnan fingvallarvatn; annarstaðar er eigi Gagnheiði nefnd.
J>essi örnefni eru öll nefnd í röð niðr eftir i Sturl. við þing-
reið J’orgils Oddasonar og hafa þau öll sama nafn enn: Víðikjörr,
Irldls (þ. e. Tröllaháls), Sandvatn, Klyýtir, (Sandklyftir) Armannsfell,
Sleðads^. Sumir hafa haldið og halda enn, að Sleðaás sé sama og
Tröllaháls. Á íslandskortinu eftir Björn Gunnlaugsson er Sleðaás
settr ofan til við Tröllaháls, og Sveinn Pálsson talar um í Dagbók
sinni 1773, að Sleðaás sé einnig þar (sbr. Kálund I. bl. 151), enn
þetta getr með engu móti verið rétt, sögurnar sanna það. Sleða-
ás heitir enn í dag ásklifið, sem gengr suðr úr Ármannsfelli fyrir
ofan grœnu brekkuna, sem kallaðr er Bás, og Sleðaáshraun heitir
þar niðr undan. Grettissaga Kh. 1853 nefnir Sleðaás bl. 317, þar
sem höfðingjarnir áðu, er þeir riðu af þingi, og Grettir hóf stein-
inn, er sagan segir að liggi þar í grasinu. Enginn slíkr steinn er
þar nú, sem líklegr er til að vera Grettistak, og enginn hefir neitt
vitað um hann með vissu um langan tima. Grettissaga tekr bl.
762 betr af tvímælin með Sleðaás: „Hann (J>órhallr) gekk upp und-
ir Sleðaás ok suðr með fjalliþví, er ÁrmannsQall heitir; þá sá hann,
1) Bnn þegar þeir Órœkja vóru að náttverði á þingvelli, og sagt var, að
þeir Gissur væri komnir sunnan að Gjábakka, stefndi hann mönnum sínum
á Almannagjáarhamar, líklega til ráðagerðar fyrst, og þá til að veita viðnám
í Kárastaðastíg (efri gjánni), þvíað þar var hið bezta vígi. Enn nú er ör-
nefnið gjáhamar skamt fyrir norðan Kárastaðastíg, eins og sjá máaf Alþing-
isstaðnum. Ekki væri því óeðlilegt, að hér sé meint örnefnið Gjáhamar, sem
Grág. nefnir 24. k. eins og áðr er sagt.
2) Hvalvatn heitir nú norðaustan undir Súlum, það er sama og Súlnavatn;
austan við það heitir nú Skinnhúfuhöfði, og hellisskúti þar Skinnhúfuhellir.
þessi örnefni koma fyrir í Armannssögu, enn hún er ein af vorum yngstu
landvætta sögum.