Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 44
44 vallarsveitinni heitir Hrafnabjargaháls, heiðin þar suðr eftir. Reyð- arbarmr er nú kallaðr, sem áðr hét Reyðarmúli, er dró nafn af á- reyðunum, er Ketilbirni lágu þar eftir (sbr. bl. 23. neðanm. hér að framan). þ>að er múli eða fell til vinstri handar, þegar farið er austr írá Gjábakka. Til hœgri handar er lítið fell, sem heitir Reyðar- barmr minni, og skarðið þar á millum Barmaskarð. Er þá komið niðr á Laugarvatnsvölluna. Suðr frá litla barminum eru Beitivellir; þeir eru oft nefndir í sögum, þvíað svo sýnist sem þar hafi verið aðal- hrossabeit um þingtímann, og munu vellirnir draga nafn af því. Suðr frá Beitivöllum er Lyngdalsheiði, mikill mosafláki; í henni er dalr, er heitir Lyngdalr. Lyngdalsheiðar er getið í Hrafnkelssögu Freysgoða, Kh. 1847, bl. i826: „Ríðr hann (Hrafnkell) þá austr Lyng- dalsheiði“. þ>etta var, þegar Hrafnkell reið af þinginu í málunum við Sám; kemr þetta alt vel heim. þ>vi að fyrir austan Gjábakka skiftist vegrinn; liggr annar austr á Lyngdalsheiði, enn hinn, sem áðr er sagt, austr hjá Reyðarmúla (Reyðarbarmi) og niðr áLaugarvatnsvöllu. Eins og áðr er tekið fram, myndar vestri barmrinn á Almanna- gjá sjóndeildarhringinn frá hinu forna Lögbergi til að sjá, sunnan frá Nónþúfu og alt norðr fyrir neðra foss; þá sést ofan á Búrfell, og er það fyrsta fjallið, sem sést upp yfir gjábarminn; það er hér um bil í útnorðr; þar næst koma Súlur og sjást nærri allar ; eru þær nær þvi í hánorður, enn þegar austr dregr, kemr Ármannsfell, éins og áðr er sagt. þ>essi er sjóndeildarhringrinn í allri vestrátt frá Lögbergi hinu forna. Eins og áðr er tekið fram hér að framan, hefi eg sett á Alþingisstaðinn Byrgisbúðarrimann og gjárnar þar báðum megin, og svo áframhaldið af Flosagjá fyrir norðan haftið, og sömuleiðis alla gjána fyrir sunnan haftið nær suðr undir Lögbergs- oddann nyrðra. Eg skal og gjöra hér grein fyrir hinum öðr- um viðaukum og breytingum, er eg hefi gjört við Alþingisstað- inn. Eg hefi sett báða vegina á Alþingisstaðinn, þann austan úr hrauninu, og ofan frá Fögrubrekku og allt niðr með Köstulum. þ>að er til búðanna kemr, þá skal þess getið, að það eru einungis fimm búðir á þingvelli, sem eg verð að álíta að fullkomin vissa sé fyrir, hvar staðið hafi. þ>essar búðir eru: Snorrabúð, Hlaðbúð, Möðruvellingabúð, Vatnsfirðingabúð og Njálsbúð. Um Njálsbúð er það að segja, að hvergi er reyndar ákveðið, hvar hún hafi verið, hvorki i Njálssögu eða annars staðar, og eigi verðr heldr séð, að Njáll hafi haft neitt goðorð með að fara; enn það skal eg síðar sanna, ef eg rita meira um Lögberg, að fleiri menn höfðu búðir á alþingi enn goðar einir, eins og gefr að skilja, þar sem slíkr mann- fjöldi var saman kominn. Eg verð að álíta það fullnœga ástœðu fyrir Njálsbúð, að sögusögnin (traditiónin) um hana hefir haldið sér alt fram á vora daga, þvíað slíku hefir maðr engan rétt til að kasta alveg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.