Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 44
44
vallarsveitinni heitir Hrafnabjargaháls, heiðin þar suðr eftir. Reyð-
arbarmr er nú kallaðr, sem áðr hét Reyðarmúli, er dró nafn af á-
reyðunum, er Ketilbirni lágu þar eftir (sbr. bl. 23. neðanm. hér
að framan). þ>að er múli eða fell til vinstri handar, þegar farið er
austr írá Gjábakka. Til hœgri handar er lítið fell, sem heitir Reyðar-
barmr minni, og skarðið þar á millum Barmaskarð. Er þá komið niðr
á Laugarvatnsvölluna. Suðr frá litla barminum eru Beitivellir; þeir
eru oft nefndir í sögum, þvíað svo sýnist sem þar hafi verið aðal-
hrossabeit um þingtímann, og munu vellirnir draga nafn af því.
Suðr frá Beitivöllum er Lyngdalsheiði, mikill mosafláki; í henni er
dalr, er heitir Lyngdalr. Lyngdalsheiðar er getið í Hrafnkelssögu
Freysgoða, Kh. 1847, bl. i826: „Ríðr hann (Hrafnkell) þá austr Lyng-
dalsheiði“. þ>etta var, þegar Hrafnkell reið af þinginu í málunum
við Sám; kemr þetta alt vel heim. þ>vi að fyrir austan Gjábakka
skiftist vegrinn; liggr annar austr á Lyngdalsheiði, enn hinn, sem áðr er
sagt, austr hjá Reyðarmúla (Reyðarbarmi) og niðr áLaugarvatnsvöllu.
Eins og áðr er tekið fram, myndar vestri barmrinn á Almanna-
gjá sjóndeildarhringinn frá hinu forna Lögbergi til að sjá, sunnan
frá Nónþúfu og alt norðr fyrir neðra foss; þá sést ofan á Búrfell,
og er það fyrsta fjallið, sem sést upp yfir gjábarminn; það er hér
um bil í útnorðr; þar næst koma Súlur og sjást nærri allar ; eru
þær nær þvi í hánorður, enn þegar austr dregr, kemr Ármannsfell,
éins og áðr er sagt. þ>essi er sjóndeildarhringrinn í allri vestrátt
frá Lögbergi hinu forna.
Eins og áðr er tekið fram hér að framan, hefi eg sett
á Alþingisstaðinn Byrgisbúðarrimann og gjárnar þar báðum
megin, og svo áframhaldið af Flosagjá fyrir norðan haftið, og
sömuleiðis alla gjána fyrir sunnan haftið nær suðr undir Lögbergs-
oddann nyrðra. Eg skal og gjöra hér grein fyrir hinum öðr-
um viðaukum og breytingum, er eg hefi gjört við Alþingisstað-
inn. Eg hefi sett báða vegina á Alþingisstaðinn, þann austan úr
hrauninu, og ofan frá Fögrubrekku og allt niðr með Köstulum.
þ>að er til búðanna kemr, þá skal þess getið, að það eru einungis
fimm búðir á þingvelli, sem eg verð að álíta að fullkomin vissa sé
fyrir, hvar staðið hafi. þ>essar búðir eru: Snorrabúð, Hlaðbúð,
Möðruvellingabúð, Vatnsfirðingabúð og Njálsbúð. Um Njálsbúð er
það að segja, að hvergi er reyndar ákveðið, hvar hún hafi verið,
hvorki i Njálssögu eða annars staðar, og eigi verðr heldr séð, að
Njáll hafi haft neitt goðorð með að fara; enn það skal eg síðar
sanna, ef eg rita meira um Lögberg, að fleiri menn höfðu búðir á
alþingi enn goðar einir, eins og gefr að skilja, þar sem slíkr mann-
fjöldi var saman kominn. Eg verð að álíta það fullnœga ástœðu fyrir
Njálsbúð, að sögusögnin (traditiónin) um hana hefir haldið sér alt fram
á vora daga, þvíað slíku hefir maðr engan rétt til að kasta alveg