Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 46
4G
Snorri goði hafði þar fylkt liði sínu svá þykkt, at þeim gekk eigi
þar at fara“ (bls. 811—812). þ>etta sýnir, að þeir Snorri höfðu
fylkt yfir skarðið, enda segir Njálss, k. 145^, bl. 805: „Snorri goði
spyrr nú, hvar komit er málunum. Tekr hann þá at fylkja liði
sínu fyrir neðan Almannagjá millum ok Hlaðhúðar11. Eg fæ á
engan hátt skilið þessi orð : „millum ok Hlaðbúðar“ öðru vísi enn
að hér sé um tvær búðir að rœða, Snorrabúð og Hlaðbúð, og að
Snorri hafi hér fylkt millum sinnar búðar og Hlaðbúðar, þvíað það
gefr öllum að skilja, að Snorri varð að fylkja þvert yfir skarðið,
þar sem hann var að verja uppgöngu í Almannagjá; annar fylk-
ingararmrinn Snorra var því við Hlaðbúð, er stóð suðr við bergið,
eins og eg hefi sett hana á Alþingisstaðinn, enn hinn við Snorra-
búð, sem var hans eiginbúð og stóð norðan til í skarðinu. Hefði
nú hið forna Lögberg verið á gjábarminum, sem er að eins fáir
faðmar norðr frá Snorrabúð, þá væri það sannarlega undarlegt af
söguritaranum að miða ekki við Lögberg og segja t. d. millum
„Lögbergs og Hlaðbúðar“ heldr enn að miða við búðina eina, sem
stóð þar rétt hjá í hallanum; slíkt er naumast hugsanda, að Lög-
berg, hinn helgasti og merkasti staðr á þinginu, hefði hér ekki
verið nefnt, þar sem orusta var háð rétt þar við, og það þá ein-
mitt haft sem vörn við annan fylkingararminn. J>egar einhver ó-
hœfa, eins og bardaginn á alþingi var, gerist nærri eða á helgum
stað, þá er næsta ólíklegt, að sá staðr sé alls ekki nefndr, þegar
talað er um það lagabrot, sem þar fer fram. þ»á er hinn staðrinn
í Njálss. „milli Virkisbúðar og Hlaðbúðar“. Hvað á hér að skilja
við Virkisbúð? Getr Virkisbúð verið nokkur önnur búð enn búð
Snorra goða? Fram undan Snorrabúð sjást einmitt leifar enn í dag
af stórkostlegu mannvirki í hallanum fram undan búðinni, eins og
sýnt er hér að framan, og í skarðinu er engin önnur búð með
slíkum ummerkjum, og þar hefir engin önnur Virkisbúð getað ver-
ið. Eg get eigi ætlað, að tvær búðir með virki, eða sem gæti
heitið Virkisbúðir hafi verið í skarðinu, og það báðar sama megin,
enn það hefði þar hlotið að vera, ef Virkisbúð er hér eigi sama
búðin sem Snorrabúð, þvíað, eins og áðr er sagt, sést virkið fram
undan henni enn í dag; enda er þar enginn staðr fyrir búð, þvíað
snarbrattr halli er þegar fyrir neðan virkisleifarnar, eins og allir
geta séð, sem þangað koma og þessa gæta. Af þessu er það ljóst,
að Snorrabúð er hér kölluð Virkisbúð, þar sem þeir Flosi og allr
herinn þeirra Austfirðinga hörfuðu neðan milli Virkisbúðar og Hlað-
búðar. þ>að getr ekki verið neitt óeðlilegt, þó að söguritarinn kalli
Snorrabúð á þessum eina stað Virkisbúð, hvort sem þetta virki
fram undan búðinni hefir verið bygt þá þegar á Snorra dögum
eða síðar, og búðin þá stundum kend við það á þeim tíma, er sag-
an er rituð. Af öllu þessu, sem tekið er fram hér að framan, eða