Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 49
49
úr henni í Snorrabúð, af því að hún var næst og hefir verið brúk-
•uð alt fram á daga Magnúsar lögmanns Olafssonar, sem tjaldaði
hana seinast það menn vita með vissu; hefir hún verið marghlaðin
upp, eins og nærri má geta, enda sjást innan í henni einar þrjár
hleðslur, eins og eg hefi tekið fram við gröftinn á henni; seinast
var hún höfð fyrir stekk. Auk þess hefir og grjótið úr Hlaðbúð,
ef til vill, verið tekið í veginn, er hann var fyrst lagðr ofan úr
Almannngjá, og þegar Kárastaðastigr var gjörðr fair. Vegrinn ofan
úr Almannagjá liggr rétt hjá, þar sem Hlaðbúð hefir verið, eða
milli hennar og Snorrabúðar ; grjótið hefir áðr verið tekið úr Snorra-
búð, af því að hún var þá höfð fyrir stekk, er vegrinn var lagðr.
fótt búð þessi sé nú með öllu orðin óljós, þá margsannar Njálssaga
það, að búðirnar vóru þó tvær uppi í skarðinu, eins og eg þykist
hafa sýnt hér að framan með fullum rökum.
Vilji menn nú geta sér til, hvar það var í Almannagjá, sem
þeir Flosi ætluðu að leita til vígis, þá er það auðséð, að hvorki
fyrir norðan eða sunnan skarðið er neinn staðr, sem fremr öðrum
stöðum neinstaðar á þfingvelli var öruggr, enn aftr er það auðheyrt
á orðum Snorra goða, að hann hefir þótzt vita einhvern þann stað
í gjánni, sem væri fullkomlega örugt vígi. Snorri segir, Njálss. k.
:39ii4 t>l. 751 : „enn efþeir komaz þangat, þá fáið ér þá aldri sótta“.
Eg get ekki séð nokkurn stað eins hentugan, og sem þessi orð
gæti jafnvel átt við, sem Kárastaðastíg (efri gjána), þvíað það er
auðsætt, að ef þeir Flosi hefði skipað sér í stíginn, og þeir, sem eigi
kómust þar fyrir, farið upp á gjábakkann, þá gátu þeir allir skotið
á óvini sína skotum og grjóti, svo að þar var alls eigi auðið að
sœkja þá Flosa, hversu mikið ofrefli sem þeir hefði átt við. Mér
finst því þessi staðr vera alveg gefinn þannig, að þeir Flosi hafi
ætlað sér að hörfa þangað.
Eins og eg hefi áðr tekið fram, álít eg, að fimm búðir sé nokk-
urn veginn gefnar sem fornar búðir. Snorrabúð, Njálsbúð og Hlað-
búð hefi eg talað um, enn þá er eftir að gjöra grein fyrir Möðru-
vellingabúð og Vatnsfirðingabúð. Njálss. kveðr ljóst á, hvar þess-
ar búðir hafi staðið. þ»egar þeir Flosi í bardaganum á alþingi vóru
komnir undir búð Snorra goða og þeir vóru keyrðir þaðan, og þeg-
ar Skafti lögsögumaðr vissi, að þorsteinn holmuðr, son hans, var í
bardaga með Guðmundi hinum ríka mági sínum, þá gekk Skafti
til búðar Snorra goða og ætlaði að biðja Snorra, að hann gengi
til að skilja þá með hor.um: „enn er hann var eigi alt kominn að
búðardyrunum Snorra, þá var bardaginn sem óðastr. þeir Ásgrímr
ok hans menn gengu þar þá at neðan...............f>eir Ásgrímr
gengu þá at svá fast, at Flosi ok hans menn hrukku undan suðr
með ánni til MöðryellingaMðar“ Njálss. k. 145, bl. 813—814.
Af þessu sést ljóslega, að næsta búðin við Snorrabúð verðr Möðru-
4