Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 60
60
inni) og getr þetta enn verið nokkur sönnun fyrir aldrinum á
dysinni.
7. 2 viöttulspennur úr bronce, sem eru alveg eins, og eiga
saman, og eru heilar og óskemdar, og sést verkið á þeim glögt;
þær eru aflangar, beinar fyrir þá enda, er snúa saman, enn enda
hinum megin sem í bogadreginn breiðan odd. þ>ær eru tveir þuml.
og fjórar línur á lengd hvor, og einn þumlungr og fjórar línur á
breidd. Utan með alt í kring eru þessar spennur með flötum smá-
doppum eða kornum, enn hið innra með gegnumskornum dreka
eða orma myndum, sem er einna líkast því verki, sem er umhverfis
á silfrbikar þyri drottningar Danabótar, og bendir það einnig á
aldrinn. (Sjá Kongehöjene í Jellinge, Kmh. 1875, Tavle XIII, Fig.
1 a. og 16; sömuleiðis Worsaae, nr. 472). Undir er plata þannig
fest, að röndin er beygð inn yfir plötuna; innan á henni eru hlýr-
ar og krókar, sem járnnál hefir verið í og þannig fest við klæðin,
enda sést votta fyrir vefnaði á annarri, þar sem nálin er orðin að
ryði. Tveir þráðarspottar halda sér, og lítið eitt af ull, sem snúðr-
inn er af. Framan á breiðara endanum á báðum eru augu, sem
þó er slitið eða eytt fram úr; þar hefir getað verið festi á milli, því
að þannig hefir fundizt erlendis. þetta lag á spennum er mjög
sjaldgætt frá fornöld, og hér hið fyrsta, sem fundið er. Smíðið er
einkar vandað, og því hinir beztu gripir, sem vér höfum hér i þeim
stíl, og döggskórinn af sverðinu frá Hafrbjarnarstöðum.
8. Bjalla úr bronce. það er ekki nema endrtekning af hinu
sama að fara hér að lýsa þessum hlut nákvæmlega, þvíað þessi
bjalla er sem steypt í sama móti og sú, er fanst á Brú í Byskups-
tungum, og er nákvæmlega lýst í þ>jóðólfi n/n 1879, nr. 30 (undir
tölulið 5. í „Rrdiarfundinum“). J>að eina skilr, að smáhringarnir
sjást ekki utan á þessari, og haldið að ofan með gatinu á er heilt.
Hún er sexstrend eins oghin, sama stœrð og sama lögun að öllu,
lík klukku; sést fyrir ryðguðu járni uppi í kverkinni eins og á hinni,
sem eru leifar af kólfinum. þ>að er sannlega eftirtektarvert að finna
þenna einkennilega og óþekta hlut í þessum báðum dysjum, annan
austr í Byskupstungum, enn hinn norðr í Vatnsdal. Enda hafa
þessir fundir fleira sameiginlegt t. d. glertölurnar og spennurnar;
þó að á Brú fyndist ekki nema leifar af einni, og hún hefði aðra
lögun, þá munu þær þó hafa verið tvær upprunalega(P). þ>að lítr
því þannig út, að þessir 2 fundir sé frá líkum tíma.
9. 26 tölur af hálsmeni; þrjár eru af rafi, ein af þeim er hin
stœrsta úr meninu, og er 9 línur í þvermál; þá koma tvær glertöl-
ur innlagðar (mosaik); önnur Ijósblá með fjórum blómum umhverfis,
svörtum og hvítum. Hin er hvít, rauð og grœn og dökk. þ>á er
ein úr svörtu gleri, með hvítum rákum óreglulegum. Svo koma
þrjár glertölur, ein stœrst með rifflum eða bárum alt í kring. Hin-