Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 64
G4
myndi fleira upplýsast, ef fleiri fundir yrði leiddir í ljós og menn
hefði tíma og atferli að hugsa um það.
Lárus sýslumaðr Blöndal á þakkir skildar fyrir Kornsárfund-
inn, og hver og einn, sem sendir forngripasafninu góða gripi einkann-
lega frá fornum tíma; gamlir hlutir eru nokkurs konar „helgir dómaru
fyrir fornfrœðina, og ber oss því að gæta þeirra vel. Vil eg leyfa
mér að biðja menn, að hyggja að þeim einföldu bendingum um
það efni, er standa í þ>jóðólfi 31. ári, nr. 27, og við þær þyrfti að
bœta síðar við tœkifœri.
Yiðbót við Kornsárfundinn.
31. júlí 1880 hefir amtmaðr Bergr Thorberg R. af Dbr. af-
hent þessa hluti frá Lárusi Blöndal sýslumanni aðKornsá: 7 tölur
úr hálsmeninu, er fanst í dysinni og sem skýrt er frá hér að fram-
an undir g. tölul. J>essar tölur fundust síðar enn hinir hlutirnir, er
í dysinni vóru; þær fundust í moldum þeim, er út hafði verið kastað
úr dysinni. Af tölum þessum er ein langmerkust, og einkennileg-
ust af þeim, sem hér eru á safninu ; hún er úr dökkrauðum jaspis og
öll slípuð með upphöfðum blómstrum umhverfis; hún er 1 þuml. og
2 línur á lengd, og borað gat í gegnum hana á þann veg ; enn í þver-
mál er hún 8 línur. þ>annig er þessi tala aflöng og með íjórum
flötum á miðju alt í kring, og blómstr á hverjum fleti upphafið, og
hola boruð ofan í miðjuna; þetta eiga að vera krónublöð. Á báð-
um endum á tölunni kringum gatið liggja út fjögur blöð, sem brett-
ast upp í endana mjög náttúrlega; er tala þessi því aðdáanlega vel
gjörð frá þeim tíma, úr jafnhörðu og torsóttu efni. 2. Raftala
nokkuð flöt, 10 línur í þvermál. 3. Glertala nær hnöttótt úr Ijósu
gleri, smábárótt umhverfis. Hún er nær 7 línur í þvermál. 4. blá
glertala lítil þrískift. 5. blá glertala tvískift af sömu stœrð. 6. blá
glertala lítil. 7. blá glertala eins. Allar þessar tölur eru með gati.
þ>á hafa fundizt í þessari dys 33 tölur af ýmsu efni, þvíað 26 vóru
áðr fundnar, sem fyr segir.
önnur viðbót við Kornsárfundinn.
27. september 1880 afhenti Ásgeir Blöndal, stud. med. & chirurg,
safninu frá föður sínum, Lárusi sýslumanni, lítinn part af beini af
kinnunum eða okanum á kambinum, sem er undir tölulið. 5 hér
að framan.