Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 72
72 myndinni, og staðið f>annig á hólminum, eftir lýsingu sögunnar, þar sem Hólmverjar vóru átta tigir manna annars hundraðs, er flestir vóru, enn aldrei færri enn á hinum átta tigi (sbr. Harðarsögu, bl. 75). Skálinn hefir hlotið að vera þannig lagaðr, þvíað sagan segir bl. 74 t:' þeir gjörðu sér skála mikinn, ok horfði annarr endi í land- norðr, enn annar í útsuðr, ok vóru dyr á miðjum skálavegg til vestrs. Alt stóð skálinn suðr á hamarinn, en ganga mátti fyrir norðan milli klifs og dyra, þeirra sem á gafli voru ; norðan at eins var þá á- gengt,, en vestr frá skálanum voru leynigrafir“. þar sem nú sag- an segir, að skálinn hafi staðið ,,alt suðr á hamarinn“, þá hlýtr hann að hafa staðið nokkuð á ská á hólminum, þannig að skála- hornið hafi tekið suðr á bergið, þar sem hólmrinn fer að mjókka, þvíað suðr á hólmendanum sjálfum hefir skálinn aldrei getað staðið, þvíað þar hallar hólminum öllum suðr af, eins og fyr segir, enda verðr þá skálinn óhœfilega langr. Að norðan eru og takmörkin, á skálanum ákveðin bæði eftir orðum sögunnar og landslaginu á hólminum, þvíað undir nyrðra endanum á skálanum er klöpp, og frá henni hallar norðr á endann á hólminum, og er þetta þá ná- kvæmlega ákveðið af sögunni, „að ganga mátti milli klifs og dyra“. Eins og myndin sýnir, er allskamt norðr á bergið frá gaflinum á skálanum og nokkuð brattr halli. Dyrnar hefi eg sett á vestra hliðvegginn og nyrðra endann eftir orðum sögunnar. Hvergi gat eg fundið neina verulega undirstöðu undir skálanum, enda var torsótt að rannsaka það bæði sakir hins mikla grass, og sakir þess að hólmrinn er allr útgrafinn af lunda, eins og áðr er sagt; enn eg hygg, að þar finnist engar undirstöður, þvíað eg tel það víst, að skálinn hafi verið allr gjör af viði, þvíað það virðist ómögulegt, að byggja þar skála af torfi og grjóti, þar sem um jafnlítið svæði og jarðveg er að gjöra sem þar, enda hefði þá þurft að draga hvern stein upp á hólminn neðan úr fjöru. þar að auki hlyti að sjást veruleg vegsummerki, hefði skálinn verið gjörðr af torfi og grjóti, slíkt stórhýsi, sem hann hefir hlotið að vera, þar sem hann varð að rúma 180 manna, eins og áðr er sagt. |>að er því áreið- anlegt, að skálinn hefir verið gjörðr af viði einum, enda benda orð sögunnar á það, bl. 7416 : „Öll voru hús upp tekin í Botni at við- um ok flutt út í Hólm“. það var tilgangslaust að flytja alla viði úr húsunum út í hólm nema, því að eins, að þeir hefði þurft að halda á þeim í skálann. Hólmrinn er í sjálfum sér nokkuð stœrri enn hann sýnist frá þyrli eða af ströndinni þar út eftir; enn þegar komið er fram í þyrilsnes t. d. á Harðarhæð, þá sýnist hólmrinn miklu stœrri, þvíað þá sést á hliðina á honum. Tók eg einnig mynd af honum, eins og hann lítr út þaðan til að sjá, enn sú mynd er eigi prentuð. Eitt af hinu örðugasta fyrir Hólmverja hefir verið að geyma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.