Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 79
79
Um hof og blótsiðu í fornöld.
Eftir
Sigurð Vigfússon.
Hin fyrsta hoftótt, sem rannsökuð hefir verið hér á íslandi, er
blóthúsið á pyrli. Aðaleinkenni þessarar tóttar eru einkannlega
afhúsið eða þó öllu fremr veggrinn, sem skilr það frá aðalhúsinu,
sem, eins og tekið er fram áðr, hefir aldrei verið með neinum dyr-
um; afhúsið hefir því verið fullkomlega skilið frá aðalhúsinu og
enginn gangr þar á milli, eftir því sem tóttin sýnir ; þenna milli-
vegg dyralausan hefi eg einnig orðið var við á fleirum hoftóttum,
sem kallaðar eru. Sú merkasta af öllum slíkum tóttum að útlitinu
til er tótt sú, sem er í Ljáskógum í Breiðafirði; hún stendr þar
fyrir neðan bœinn á harðvelli og stendr upp og niðr; veggir henn-
ar eru ákaflega þykkvir og er það auðséð, að þeir hafa upphaflega
verið mjög stórkostlegir. Afhús er í öðrum enda og veggrinn
milli þess og aðalhússins er fult eins mikill og þykkr eins og að-
alveggir tóttarinnar, og er það auðséð, að á honum hafa aldrei
dyr verið. Tóttin er hálfkringlótt fyrir endann á afhúsinu og miklu
kringlóttari enn nokkur tótt, er eg hef séð, enda tóttin öll mjög
regluleg. Dyr eru á af húsinu á miðjum gafli; þær sjást glögglega;
fyrir hinn endann er tóttin hornótt, eins og vanalegt er, og eru
þar einnig dyr á miðjum gafli. Við nyrðra kampinn á dyrunum
er hola eða lægð, sem mig minnir að nefnd sé blótkelda, enn í
henni er þó ekkert vatn nú eða deigja; enda virðist hún mjög sig-
in saman. Tóttin öll er nær 14 faðmar á lengd og 7 faðmar á
breidd, sem er ákafleg breidd. þ>annig sjá menn, að tótt þessi er
ákaflega stór, einkannlega á breiddina. þessi tótt er kölluð „Ilof-
tóttu. Málið er ekki, ef til vill, nákvæmt, með því að eg gat að
eins stigið tóttina, enn nærri mun það samt láta. það eru 14 eða
15 ár, síðan eg skoðaði þessa tótt; tók eg þá af henni mynd, sem
eg hefi enn til.
Eg nefni tóttina á þyrli blóthús, af því að í sögunni er nefnt
blóthús á þyrli, enn eigi hof, og hygg eg, að það sé svo nefnt,
af því að það hefir eigi verið höfuðhof, heldr einungis heimilishof,
ef svo mætti að orði komast, þvfað, eins og kunnugt er, skyldu
vera þrjú höfuðhof í hverju þingi, nefnilega eitt höfuðhof í hverju
goðorði. þar vóru menn vandaðir til að varðveita hofin bæði að
vitrleik og réttlæti. þeir skyldu dóm nefna á þingum og stýra
sakferlum, og því vóru þeir goðar kallaðir. það, sem enn fremr