Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 81
31 þetta kölluðu þeir hlaut ok hlautbolla. Hlautinu skyldi dreifa yfir raenn ok fé, en fé þat sem þar var gefit til skyldi hafa til mann- fagnaðar, þá er blótveizlur eru hafðar. En mönnum er þeir blót- uðu skyldi steypa ofan í fen þat, er úti var hjá dyrunum; þat köll- uðu þeir blótkeldu“. það verðr eigi séð af þessari lýsingu, hvort hof þetta hefir verið alt af timbri gjört, eða torfhús. þó þykir mér hið síðara líklegra. þar sem talað er um, að hofið hafi alt verið gluggað, þá er líklegt, að hofið hafi verið bygt á sama hátt sem hinir fornu skálar, þannig að skot hafi verið umhverfis í hofinu, enn gluggaröðin fyrir ofan skotið fyrir neðan þakbrúnina. Njáls- saga segir t. d. um skála Gunnars, að gluggar hafi verið hjá brún- ásum, nl. fyrir ofan skotið, þvíað Gunnar sá, þegar austmaðrinn gekk eftir útbyggingunni og kyrtilinn bar við gluggann. þar af sést, að hér var skot umhverfis skálann, og er líklegt, að lík bygg- ing hafi verið á höfuðhofunum, þvíað aðalhúsið var haft fyrir veizlu- skála og þar sem enn fremr er talað um, að hof þetta hafi verið tjaldað, eins og skálarnir vóru. Hér lítr út fyrir, að stallr hafi ver- ið í afhúsinu, þar sem goðin stóðu á, og þar fyrir framan aftr sá stallr, sem þiljaðr var ofan með járni, og sem bæði hlautbollinn stóð áog hinn vígði eldr; þar lá og hringrinn. Eg hygg, að þessir hlautbollar eða blótbollar, sem á stallinum stóðu, hafi eigi þurft að vera ákaflega stórir, enn einungis hafiíþá verið látið nokkuð af blóði fórnar- dýranna, og því einungis dreypt sem helgitákni bæði á þá hluti, sem helga skyldi, og sömuleiðis menn, eigi þannig, að þetta hafi verið mak- að í fórnarblóðinu, heldr því að eins lítilfjörlega stökt á það, sem helga skyldi. Eg hygg, að öllu því blóði fórnardýranna, sem eigi var brúk- aðíhofið, hafi verið steypt í blótkelduna, sem oftast er nefnd við hvert hof; til annars gat hún ekki verið brúkuð, þvíað mannblót munu víst hafa verið mjög sjaldgæt hér á íslandi; þau eru að eins nefnd á einum stað, nefnil. þegar kristni var lögtek.in, þá er heiðingjar ætl- uðu að fórnfœra mönnum, enn slík vandræði, sem þar var um að rœða fyrir heiðingja, höfðu líka aldrei komið fyrir. Um mannblót er oft talað í öðrum löndum, og getr það verið orsök til þess, að menn hafi ímyndað sér þau tíðari á íslandi, enn þau í raun og veru vóru. Hafi mannblót verið tíðkuð hér á landi, þá má vel vera, að menn hafi verið kœfðir í þessum blótkeldum. Samt talar Kristni- saga við þetta eina tœkifœri um að hrinda þeim fyrir björg, sem blóta skyldi, enn það getr verið af því, að á þingvelli var ekkert hof, svo menn viti til eða geti leitt hinar minstu líkur að. Fórn- ardýrin vóru eigi kœfð 1 keldunni, þvíað nokkuð af blóði þeirra var, eins og áðr er sagt, haft til helgitákna. Hefði dýrin verið kœfð, gat ekki verið að tala um blóð úr þeim; blótkeldan gat því eigi verið höfð til annars enn að hella í hana blóði fórnardýranna, sem eigi þurfti að brúka til helgihaldsins, þvíað hvergi er þess getið í 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.