Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 89
89
enn io vetr; þá drakk hann horn sem lébarn. f>á átti hann einn
son eptir ok vildi hann þá blóta þeim, ok þá vildi hann gefa Oðni
Uppsali ok þau héruð, er þar liggja til, ok láta kalla þat Tíunda-
land. Svíar bönnuðu honum það, ok varð þá ekki blótit. Síðan
andaðist Aun konungr“. þ>að er alkunnugt, að sögurnar tala um,
að Hákon jarl hafi blótað syni sínum í Jómsvíkingaorustu (sjá
Heimskringlu, bl. ióo2-_26). Enn þetta blót var eins konar óyndis-
úrræði fyrir Hákoni, þvíað við sjálft lá, að hann myndi tapa orust-
unni, og var því frelsi lands og lýðs í veði. Heimskr., bl. 4044—5,
talar um, að Jamtar vildu sumir láta blóta sendimönnum Ólafs kon-
ungs helga.
Eyrbyggjasaga, bl. 12, talar um dómhring á þinginu í J>órs-
nesi, þar sem menn hafi verið dœmdir í til blóts, og segir, að dóm-
hringrinn sjáist enn, og að í þeim hring standi „J>órssteinn“, er
menn hafi verið brotnir um, er til blóta vóru hafðir, og sagan segir,
að blóðlitinn sjái enn á steininum, nl. þegar sagan var rituð. Eg
hefi fœrt nokkrar sannanir að því í ritgjörðinni um Jfingvöll hér að
framan, að engir slíkir dómhringar vóru hafðir við fjórðungsdóm-
ana á alþingi, og heldr eigi í Norvegi í heiðni. J>ess vegna er ó-
líklegt, að slíkr dómhringr úr torfi og grjóti hafi verið á héraðs-
þingunum, þar sem alt fór þó fram líkt og á alþingi. Mér er nær
að ætla, að Eyrbyggjasaga taki nokkuð djúpt í árinni um mann-
blótin, og ætla eg, eins og eg hefi áðr sagt, að menn hafi haft of mjög
í huga sér mannblótin erlendis og gjört því meira úr mannblótun-
um hér á landi, enn vert var, og varla er það mögulegt, að steinn-
inn hafi verið svo grómtekinn af mannablóði, að það hafi sézt enn,
þegar sagan var rituð, hér um bil 200 árum síðar. J>að er lítt
hugsanda, að hvergi skuli koma fyrir í sögum vorum eitt einasta
dœmi upp á mannblót hér á landi, nema ef telja skyldi það, sem
nefnt er við lögleiðslu kristninnar á alþingi, og sem eg hefi áðr
talað um. Eins og kunnugt er, er um blótin í heiðni ekki skrifað
fyrr enn í kristni, og er þá ekki ólíklegt, að þau, einkannlega
mannblótin, hafi kunnað að vera gjörð rammari, enn þau vóru í
raun og veru, með því að þau vóru mjög hryllileg í sjálfum sér, ein-
kum í augum kristinna manna.
Nafnið liörgar kemr víða fyrir í sögum vorum. Um það er
eigi hœgt að segja með vissu, hver munr er á hofi og hörg;
hvorttveggja vóru blótstaðir, Eg skal hér tilfœra alla þá staði úr
sögum vorum, þar sem eg man til, að hörgar eru nefndir: „J>eir
er hörg og hof | hátimbruðu“, Völuspá, 7. vísa. „Hof mun ek
kjósa, hörga marga“, Helgakv. Hjörv. 4. v. „Manna þengill | enn
meinsvani | hátimhruðum | hörgi ræðr“, Grímnism., 16. v. „Hörg
hann mér görði | hlaðinn steimmi'1, Hyndlulj. 10. v. „Hofum ok
hörgum | hann ræðr hundmörgum“, Vatþr. 38. v. „Hof sviðnuðu |