Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 98
98 væri blótað, sem þar væri í landi. þetta blót sýnist vera til þess að mýkja reiði guðanna, þvíað hallæri og önnur kynstr hugsuðu menn sér sem hegning frá guðunum, er þau væri reið (sbr. Kristni- sögu, er heiðingjar töluðu um, að eigi væri að undra, þótt goðin reiddist kristniboðinu). þ>ar sem segir at fella blðtspdn, og að vís- indamenn gerðu það, þá sýnist mér, að með þessu sé talað um nokkurs konar hlutkesti, sbr. Fornaldars. 3, 3124: „Hann (Vikarr konungr) lá í hólmum nokkurum lengi ok fékk andviðri mikit. þeir feldu spán til byrjar, ok féll svá, at Oðinn vildi þiggja mann at llllltfalli at hanga or hernum. þá var skipat liðinu til hlutfalla, ok kom upp hlutr Vikars konungs11. Hér er augljóslega talað um hlutföll, þannig að blótið var fólgið 1 nokkurs konar hlutkesti. þetta, að fella blótspdn, hefir verið eins konar blótsaðferð; sýnist blót þetta eins og að hafa verið nokkurs konar véfrétt, þar sem segir: „svo gekk fréttin“. Blótspánn og blótspár getr hvorttveggja verið; enn þó aðhyllist eg fremr hið fyrra. Að fella blótspá, er sama orðatiltœki og að fella bœn; sbr. Víga Styrs s. í ísl. s. Kh. 1847, 2>3°5u: »Gestr fellir bæn at Væringjumu. þetta eru orð fornu sögunnar, sem brann, og Jón Olafsson hefir skrifað upp. í næstu Árbók Fornleifafélagsins vonast eg til að eg geti talað meira um fornan átrúnað og ýmsa helgisiðu í fornöld. Hér leyfir rúmið eigi að tala frekara um þetta mál að sinni. í næstu Árbók verðr og talað um fundinn við Haugavað niðr frá Fróðár- holti í Flóa (sbr. J>jóðólf 32. ár, 1880, 23. blað; Ln. bl. 305, og Flóamannasögu, bl. 127). Dr. Jón þorkelsson, rektor við hinn lærða skóla í Reykjavík, hefir góðfúslega lesið prófarkirnar af riti þessu fyrir félagið; hefir hann og gefið mér ýmsar málfrœðilegar bendingar, sem eg er honum þakklátr fyrir. Athugasemd við hls. 48. Eftir að eg kom af þingvelli í sumar, og eftir að eg hafði skrifað ritgjörðina um þingvöll og þingvallarsveit hér að framan, hefi eg fengið nokkurn veginn fulla vissu um, hvar Grímsstaðir hafa verið. Hér um bil miðja vega milli Brúsastaða og Svartagils er gil, sem nú er kallað Grímagil, sem kemr þar niðr úr hæðunum. Áð austanverðu við gilið, eða þeim megin, sem snýr að Ármanns- felli, eru gamlar bœjatóttir vallgrónar, sem kallaðar eru Gríma- staðir; þar eru vall-lendisflatir í kring, sem verið hefir tún; þar er nú orðið vaxið með víði. þetta eru auðsjáanlega þeir hinir gömlu Grímsstaðir, sem Harðarsaga talar um. þetta er skamt fyrir vestan Norðlingaveginn. þegar farið er vestr í Botnsdal úr þingvallar- sveitinni, þá er farinn vegr, sem kallaðr er Leggjabrjótr; hann er sunnan til við Súlu; liggr þessi vegr á milli Grímsstaða og Svarta- gils; þetta er eðlilegasti og styzti vegrinn, þegar farið er frá Ol- vesvatni og vestr í Botn, þvíað þá er farið rétt framan í Súlum, og er þá komið ofan í Botnsdalinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.