Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 98
98
væri blótað, sem þar væri í landi. þetta blót sýnist vera til þess
að mýkja reiði guðanna, þvíað hallæri og önnur kynstr hugsuðu
menn sér sem hegning frá guðunum, er þau væri reið (sbr. Kristni-
sögu, er heiðingjar töluðu um, að eigi væri að undra, þótt goðin
reiddist kristniboðinu). þ>ar sem segir at fella blðtspdn, og að vís-
indamenn gerðu það, þá sýnist mér, að með þessu sé talað um
nokkurs konar hlutkesti, sbr. Fornaldars. 3, 3124: „Hann (Vikarr
konungr) lá í hólmum nokkurum lengi ok fékk andviðri mikit. þeir
feldu spán til byrjar, ok féll svá, at Oðinn vildi þiggja mann at
llllltfalli at hanga or hernum. þá var skipat liðinu til hlutfalla,
ok kom upp hlutr Vikars konungs11. Hér er augljóslega talað um
hlutföll, þannig að blótið var fólgið 1 nokkurs konar hlutkesti.
þetta, að fella blótspdn, hefir verið eins konar blótsaðferð; sýnist
blót þetta eins og að hafa verið nokkurs konar véfrétt, þar sem
segir: „svo gekk fréttin“. Blótspánn og blótspár getr hvorttveggja
verið; enn þó aðhyllist eg fremr hið fyrra. Að fella blótspá, er
sama orðatiltœki og að fella bœn; sbr. Víga Styrs s. í ísl. s.
Kh. 1847, 2>3°5u: »Gestr fellir bæn at Væringjumu. þetta eru orð
fornu sögunnar, sem brann, og Jón Olafsson hefir skrifað upp.
í næstu Árbók Fornleifafélagsins vonast eg til að eg geti
talað meira um fornan átrúnað og ýmsa helgisiðu í fornöld. Hér
leyfir rúmið eigi að tala frekara um þetta mál að sinni. í næstu
Árbók verðr og talað um fundinn við Haugavað niðr frá Fróðár-
holti í Flóa (sbr. J>jóðólf 32. ár, 1880, 23. blað; Ln. bl. 305, og
Flóamannasögu, bl. 127).
Dr. Jón þorkelsson, rektor við hinn lærða skóla í Reykjavík,
hefir góðfúslega lesið prófarkirnar af riti þessu fyrir félagið; hefir
hann og gefið mér ýmsar málfrœðilegar bendingar, sem eg er
honum þakklátr fyrir.
Athugasemd við hls. 48.
Eftir að eg kom af þingvelli í sumar, og eftir að eg hafði
skrifað ritgjörðina um þingvöll og þingvallarsveit hér að framan,
hefi eg fengið nokkurn veginn fulla vissu um, hvar Grímsstaðir hafa
verið. Hér um bil miðja vega milli Brúsastaða og Svartagils er
gil, sem nú er kallað Grímagil, sem kemr þar niðr úr hæðunum.
Áð austanverðu við gilið, eða þeim megin, sem snýr að Ármanns-
felli, eru gamlar bœjatóttir vallgrónar, sem kallaðar eru Gríma-
staðir; þar eru vall-lendisflatir í kring, sem verið hefir tún; þar er
nú orðið vaxið með víði. þetta eru auðsjáanlega þeir hinir gömlu
Grímsstaðir, sem Harðarsaga talar um. þetta er skamt fyrir vestan
Norðlingaveginn. þegar farið er vestr í Botnsdal úr þingvallar-
sveitinni, þá er farinn vegr, sem kallaðr er Leggjabrjótr; hann er
sunnan til við Súlu; liggr þessi vegr á milli Grímsstaða og Svarta-
gils; þetta er eðlilegasti og styzti vegrinn, þegar farið er frá Ol-
vesvatni og vestr í Botn, þvíað þá er farið rétt framan í Súlum,
og er þá komið ofan í Botnsdalinn.