Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 102
102 Hlið þetta hefir verið 9 fet á breidd, enn af grjótgarðinum beggja vegna við hliðið standa nú eigi eftir nema kamparnir, enn hann hefir skilið eftir urð mikla fyrir neðan sig líkt og garðrinn í skarð- inu að sunnan, og eru öll likindi til, að garðr þessi hafi staðið nokkurn veginn óhaggaðr á dögum Páls Vídalíns, sem hefir minzt á Borgarvirki í Skýringum sínum yfir fornyrði lögbókar undir orð- inu virki á 625. bls., og munum vér tala meira um það síðar. fað má mæla nokkurn veginn nákvæmlega, hversu langr garðr þessi hefir verið, og hefir hann að sunnanverðu við hliðið náð yfir 35 fet, enn 14 fet, að norðanverðu við hliðið. Kamparnir eru nú rúm 7 fet á hæð, enn hafa haggazt nokkuð og sigið, svo að óhætt mun vera að bœta við 1 eða 2 fetum, og svo hár mun allr garðr- inn hafaverið í þessu skarði. Fyrir norðan það taka við þvergníptir hamrar, sem áðr er sagt, en þegar klettabrúnin fer að beygja til útnorðrs, lækkar bergið smátt og smátt. Kemr þá enn garðr, sem er lægstr að sunnan, enn hækkar, eftir því sem bergið lækkar og norðr eftir dregr, og hættir eigi fyrr enn vestan til á norðrenda virkisins, þar sem klettarnir verða þvergníptari og taka nýja stefnu til útsuðrs. Garðrinn er hlaðinn ofan á þrep, sem er fyrir neðan hæstu klettabrúnina, og ber því litlu hærra á honum uppi á sjálfu virkinu enn klettabrúnunum, einkum sunnan til; enn ef gengið er niðr fyrir garðinn, þá sést, að þetta er afar-stór hleðsla. Að sunn- anverðu er garðrinn 3 fet á hæð, hækkar síðan smátt og smátt upp í 6 fet, og síðan nokkru norðar enn um miðbikið verðr hann 10 feta hár; þá hefir hrunið úr honum eða grjót verið tekið úr honum þar fyrir norðan og vestan, og á örstuttum kafla slitnar hann alveg, þannig að stuttr veggspotti stendr sér norðast og vest- ast. Líklegast virðist mér, að þetta skarð í vegginn sé komið af því, að grjótið úr honum hafi verið haft til þess að hlaða úr þær 3 vörður, sem fyrr var sagt að stœði á þessum enda virkisins, þar sem hæst ber á. Allr hefir garðr þessi verið 93 fet á lengd, enn þyktin hefir verið hérum bil 4 fet. þ>egar garði þessum sleppir, taka við þvergníptu hamrarnir að útnorðan og vestan, sem vér byrjuðum á lýsing vora. Eg hefi nú fylgt virkinu alt í kring að utanverðu, og sagt frá öllum þeim mannvirkjum, sem eru á ytri brúnum þess. Enn er eftir að skýra frá tóttarbrotum þeim, sem eru inni í dœld þeirri, sem í virkinu er og fyrr var lýst. Tóttir þessar standa í sunnan- verðri dœldinni, og eru 2 að tölu; hafa þær verið hlaðnar út frá stuðlaberginu, sem lykr um dœldina, þannig að bergið myndar annan gaflinn á tóttunum, og þar hefir verið inngangrinn uppi við bergið; rit frá berginu hafa verið hlaðnir 3 grjótveggir jafnhliða hver öðrum, og koma við það fram 2 tóttir, þannig að miðveggr- inn er sameiginlegr fyrir báðar tóttirnar. Vestari tóttin nær nokkru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.