Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 109

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 109
109 i66o, enn Guðbrandr Vigfússon segir, að það hafi eigi komið þang- að fyrr en 1682 líklega með Jóni Eggertssyni.1 Vér látum ósagt, hvort réttara -er, enn hvernig sem fer, þá eru þeir Guðbrandr og Gísli fulltíða menn fyrir þann tíma, og hafi handritið af Heiðar- vígasögu þá verið til í heilu lagi hér á landi og það á Norðrlandi — þvíað þaðan er handritið komið til Svíþjóðar — þá hafa munnmæli þessara manna, sem eflaust eru eldri enn þeir, miklu meiri þýðing enn þau annars mundu hafa. Setjum svo, að öll Njáluhandrit hefði týnzt á 17. öld, og vér hefðim áreiðanlegar sögur um, að það hefði verið almenn munnmæli á þeim hinum sama tíma, að það hefði verið sagt í Njálu, að Flosi hefði brent Njál inni. Hefðim vér þá rétt til þess að rengja þessi munnmæli? Nokkuð líkt stendr hér á. Vér vitum, að Magnús Olafsson, prestr í Laufási (dó 1636), hefir haft undir höndum eitthvert Heiðarvígasöguhandrit, og Guðbrandr Vigfússon segir hiklaust, að það hafi verið sama handritið, sem nú er í Stokkhólmi, enn hvaðan hann veit það, er mér óljóst2. Hafi svo verið, þá hefir þetta handrit verið norðr í þingeyjarsýslu annað- hvort hjá eiganda eða að láni, enn upprunalega hefir það þó lík- lega verið ættað úr Húnavatnsþingi eða Borgarfirði, eins og sagan. Á dögum Páls Vídalíns virðist svo sem menn á íslandi hafi eigi þekt eða átt neitt handrit af Heiðarvfgasögu, og af orðum hans sjálfs á hinum umrœdda stað virðist mega ráða, að hann hafi ekki þekt Heiðarvígasögu að öðru, enn nafninu3. J>að lítr og svo út, sem Árni Magnússon hafi eigi þekt Heiðarvígasögu fyrr enn hann fékk til láns brot af Stokkhólmshandritinu, og lét Grunnavíkr-Jón skrifa það upp sama árið sem Páll dó. Hér er eigi tfmi eða tœkifœri til að rekja sögu Stokkhólmshandritsins, sem er svo lík æfintýri, að hún gæti verið bezta yrkisefni fyrir æfintýraskáld, sem með kynni að fara. Vér skulum að eins taka það fram, að brot það af sögunni, sem Árni fékk til láns, brann í brunanum mikla 1728, og eftirrit Jóns Olafssonar líka. Hugðu menn þá, að öll sagan væri töpuð, og reyndi Jón að setja aftr saman eftir minni þann hluta sögunnar, sem hann hafði skrifað upp, og eigum vér honum það að þakka, að vér þekkjum efnið í þeim kafla sögunnar. J>ar er ekkert getið um Borgarvirki, enda er þess engin von, þvíað sá kafli nær eigi einu sinni fram undir Heiðarvígin. En allr síðari hluti söguhandritsins hafði orðið eftir í Stokkhólmi, og þar fann 1) ísl. s. Khöfn 1847, II. b., XXI. bls. Sturlunga s., ed. by Gudbrand Vigfusson, Oxford 1878, Prolegomena LIV. bls., sbr. CXLVII. bls. 2) ísl. s. Kh. 1847, II. b., XXXIII. bls. Sturl. s. ed. by Gudbr, Vigfusson, Prologomena LIV. bls. 3) Einkurn má ráða þetta af orðunum : »skyldi þetta standa f Heiðarvíga- sögu«. þetta virðist styrkja skoðun Jóns Sigurðssonar, að brot af pappírs- handriti einu, sem kent hefir verið við Pál Vídalín, eigi ekkert skylt við hann. Sjá ísl. s., Kh. 1847, II. b., XLIII. og XLIV. bls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.