Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 109
109
i66o, enn Guðbrandr Vigfússon segir, að það hafi eigi komið þang-
að fyrr en 1682 líklega með Jóni Eggertssyni.1 Vér látum ósagt,
hvort réttara -er, enn hvernig sem fer, þá eru þeir Guðbrandr og
Gísli fulltíða menn fyrir þann tíma, og hafi handritið af Heiðar-
vígasögu þá verið til í heilu lagi hér á landi og það á Norðrlandi
— þvíað þaðan er handritið komið til Svíþjóðar — þá hafa munnmæli
þessara manna, sem eflaust eru eldri enn þeir, miklu meiri þýðing
enn þau annars mundu hafa. Setjum svo, að öll Njáluhandrit hefði
týnzt á 17. öld, og vér hefðim áreiðanlegar sögur um, að það
hefði verið almenn munnmæli á þeim hinum sama tíma, að það hefði
verið sagt í Njálu, að Flosi hefði brent Njál inni. Hefðim vér þá
rétt til þess að rengja þessi munnmæli? Nokkuð líkt stendr hér á.
Vér vitum, að Magnús Olafsson, prestr í Laufási (dó 1636), hefir
haft undir höndum eitthvert Heiðarvígasöguhandrit, og Guðbrandr
Vigfússon segir hiklaust, að það hafi verið sama handritið, sem nú er
í Stokkhólmi, enn hvaðan hann veit það, er mér óljóst2. Hafi svo
verið, þá hefir þetta handrit verið norðr í þingeyjarsýslu annað-
hvort hjá eiganda eða að láni, enn upprunalega hefir það þó lík-
lega verið ættað úr Húnavatnsþingi eða Borgarfirði, eins og sagan.
Á dögum Páls Vídalíns virðist svo sem menn á íslandi hafi
eigi þekt eða átt neitt handrit af Heiðarvfgasögu, og af orðum hans
sjálfs á hinum umrœdda stað virðist mega ráða, að hann hafi ekki
þekt Heiðarvígasögu að öðru, enn nafninu3. J>að lítr og svo út, sem
Árni Magnússon hafi eigi þekt Heiðarvígasögu fyrr enn hann fékk
til láns brot af Stokkhólmshandritinu, og lét Grunnavíkr-Jón skrifa
það upp sama árið sem Páll dó. Hér er eigi tfmi eða tœkifœri
til að rekja sögu Stokkhólmshandritsins, sem er svo lík æfintýri,
að hún gæti verið bezta yrkisefni fyrir æfintýraskáld, sem með
kynni að fara. Vér skulum að eins taka það fram, að brot það
af sögunni, sem Árni fékk til láns, brann í brunanum mikla 1728,
og eftirrit Jóns Olafssonar líka. Hugðu menn þá, að öll sagan væri
töpuð, og reyndi Jón að setja aftr saman eftir minni þann hluta
sögunnar, sem hann hafði skrifað upp, og eigum vér honum það
að þakka, að vér þekkjum efnið í þeim kafla sögunnar. J>ar er
ekkert getið um Borgarvirki, enda er þess engin von, þvíað sá
kafli nær eigi einu sinni fram undir Heiðarvígin. En allr síðari
hluti söguhandritsins hafði orðið eftir í Stokkhólmi, og þar fann
1) ísl. s. Khöfn 1847, II. b., XXI. bls. Sturlunga s., ed. by Gudbrand
Vigfusson, Oxford 1878, Prolegomena LIV. bls., sbr. CXLVII. bls.
2) ísl. s. Kh. 1847, II. b., XXXIII. bls. Sturl. s. ed. by Gudbr,
Vigfusson, Prologomena LIV. bls.
3) Einkurn má ráða þetta af orðunum : »skyldi þetta standa f Heiðarvíga-
sögu«. þetta virðist styrkja skoðun Jóns Sigurðssonar, að brot af pappírs-
handriti einu, sem kent hefir verið við Pál Vídalín, eigi ekkert skylt við
hann. Sjá ísl. s., Kh. 1847, II. b., XLIII. og XLIV. bls.