Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 110

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 110
110 Hannes Finsson hann 1772. Allr þessi kafli sögunnar var alveg ókunnr samtíðamönnum Páls, og í honum verðum vér að leita, ef vér viljum finna nokkuð, sem snertir Borgarvirki, þviað þessi kafli segir frá Heiðarvígunum og afleiðingum þeirra. þ>etta merkilega sögubrot hefir tvisvar verið prentað, í fyrra sinni í íslendinga sög- um, Khöfn 1829, I. b. eftir lélegu eftirriti, og síðan í íslendinga- sögum, Khöfn 1847, H- b. eftir eftirriti Olafs Pálssonar og ýmsum öðrum handritum, sem öll eru rituð eftir Stokkhólmshandritinu annaðhvort beinlínis eða óbeinlínis, síðan Hannes Finnsson fann það. þ>essi síðari útgáfa er allgóð, enn þó virðist hún eigi að öllu leyti fullnœgja kröfum þeirra tíma, sem nú eru, og væri þess brýn þörf að prenta þetta merkilega brot stafrétt, svo nákvæmlega sem unt er, og er enn eigi örvænt um, að sumt mætti lesa betr, sem ann- aðhvort hefir verið ranglesið eða alls ekki lesið í þessu handriti. Vér munum nú rekja efnið í þessum kafla sögunnar eftir Heiðar- vígin, að svo miklu leyti sem oss er unt, þvíað þar ætti helzt eitt- hvað að finnast um vörn Barða í Borgarvirki, eftir því sem munn- mælin segja. í lok frásögunnar um Heiðarvígin1 byrjar ný blað- síða í handritinu og er hún öll mjög máð, þannig, að eigi hefir orðið lesið nema orð og orð á stangli, enn þó má nokkurn veginn ráða í, hvað á henni hefir staðið. Fyrst hefir þar verið sagt frá vísum þeim, er Tindr kvað Hallkelsson, þá frá vígi þ>órodds Her- mundarsonar, þá frá heimför sunnanmanna. Síðan hefir verið skýrt frá norðrför Barða af heiðinni og viðtali hans og þ>órarins fóstra hans að Lœkjamóti og frá heimkomu Barða að Ásbjarnarnesi. þ>á er sagt frá, að Barði hafi farið til sáttastefnu við þá höfðingjana Höskuld og Eilíf um áverka þann, er Halldór fóstbróðir Barða veitti þ>órarni bónda á Klifum, og lifðu þá 4 vikur sumars; með Barða var Guðrún kona hans í för, segir sagan, og skyldi hún hitta þ>orbjörn föður sinn og vita, hvað hann vildi til leggja við Barða. Á þessu er auðséð, að Barði fer þessa för að nokkru leyti til að leita sér liðs. Handritið er á þessum kafla mjög ilt aflestr- ar og fult af eyðum, enn svo mikið má þó sjá, að Barði kemr til sáttafundarins og lítr svo út, sem þar hafi eigi að eins verið talað um áverkann við þ>órarin bónda, heldr og um Heiðarvígin. Er svo að sjá, sem Höskuldr spyiji Barða: „Hversu ætlar þú þína meðferð“. þ>að er reyndar óvíst, hverju Barði svarar vegna eyðu í handritinu, enn svo virðist sem hann svari, að þeir félagar ætli sér að hafa „setu“, og að Höskuldr veiti honum eitthvert tillag. þ>á virðist svo, sem „þeir Barði ríði“ af stað frá sáttafundinum og finni einhvern annan bónda, sem þ>orvaldr heitir — ef til vill þ>or- valdr í Sléttadal, bróðir Auðólfs, félaga Barða2 og verðr eigi betr 1) ísl. s. Kh. 1847. II. b. 373. bls. 2) Sbr. ísl. s. Kh. 1847. II. b. 323. bls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.