Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 112

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 112
112 Heiðarvígunum þangað til málin kómu fyrir á þingi, enri .það er þar sem sagt er, að menn hafi vænt þess, að „heldr mundi sjatna ó- friðrinn11, ef þeir Barði fœri utan. f>ví næst er sagt frá utan- ferð þeirra félaga og útkomu Bárða, frá kvonfangi hans og skilnaði þeirra Auðar, og loksins frá falli hans í Garðariki. í öllum þessum kafla sögunnar hefi eg eigi fundið neitt, sem staðfesti munnmælin um virkið og eigi er þess getið í vísum Eiríks viðsjá, sem sagan segir að hann hafi ort þann vetr, er þeir félagar sátu hjá Guðmundi Eyjólfssyni, er þeir höfðu orðið aftrreka á utanferð sinni.1 Enn hafi ekkert mannfall orðið í kring um virkið, þá var heldr eigi við því að búast, að Eiríkr hefði getið þess í vísum sínum. Vér höfum þannig sýnt fram á það, að munnmælin um, að það hafi staðið í Heiðarvígasögu, að Barði hafi varizt í virkinu, ná að minsta kosti svo langt aftr í tímann, að Heiðarvígasöguhandrit- ið hefir verið hér á landi samtíða þeim, og þá, ef til vill, heilt. Vér höfum séð, að það er ýmislegt í þeim brotum, sem nú eru eftir í Heiðarvígasögu, er virðist staðfesta munnmælin, enn að eyða er í söguna einmitt þar sem búast mætti við að sagt hefði verið frá virkissetunni. Enn það sem mér virðist vera ein hin gildasta ástœða fyrir því, að munnmælin sé sönn, er enn ótalið, og það er, að vér eigi þekkjum neinn atburð í sögu Húnavatnsþings, sem vér getim sett í samband við virkið, nema þenna eina. Alt bendir á, að ófriðr sá, er háðr var kring um virkið, hafi verið stœrri enn svo, að hann hafi getað verið sveitakrytr einn eða deilur milli ein- stakra ætta. Umbúnaðr sá, sem á virkinu er, virðist vera gjörðr gegn árás frá heilu héraði eða þingi að minsta kosti. Á söguöld- inni vitum vér eigi til, að Húnavatnsþing hafi átt í neinum deilum, þar sem heilt hérað eða þing stóð öðrum megin, að undanteknum ófriði þeim, sem Heiðarvígasaga er um. Deilur þær og styrjaldir, sem sögur vorar skýra frá, eru annars vanalega deilur og styrjaldir milli einstakra ætta, enn það sem gjörir Heiðarvígasögu svo merki- lega, er einmitt það, að hún skýrir frá ófriði, sem reyndar átti rót sina í deilum einstakra ætta, enn sem smátt og smátt breiddist svo út, að loksins stóðu heil héruð að vígi hvort á móti öðru með sverð á lofti. Ur því söguöldin líðr alt til daga Hafliða Mássonar, höf- um vér litlar sögur úr Húnavatnsþingi, enn þá virðist hafa verið svo mikil friðsemisöld, að slíkt hafi varla getað komið fyrir, enda er ólíklegt, að engar sögur hefði til vor komið um það, ef svo hefði verið. Af Hafliða Mássyni og deilum hans höfum vér ná- kvæmar og góðar sögur, sem mundu hafa getið þess, ef hann hefði hlaðið virkið, enda virðist svo, sem hann hafi aldrei átt svo í vök að verjast, að hann hafi þurft þess, og úr því höfum vér 1) ísl.s. Kh. 1847, II. b. 389. bls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.