Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 112
112
Heiðarvígunum þangað til málin kómu fyrir á þingi, enri .það er þar
sem sagt er, að menn hafi vænt þess, að „heldr mundi sjatna ó-
friðrinn11, ef þeir Barði fœri utan. f>ví næst er sagt frá utan-
ferð þeirra félaga og útkomu Bárða, frá kvonfangi hans og
skilnaði þeirra Auðar, og loksins frá falli hans í Garðariki. í
öllum þessum kafla sögunnar hefi eg eigi fundið neitt, sem staðfesti
munnmælin um virkið og eigi er þess getið í vísum Eiríks viðsjá, sem
sagan segir að hann hafi ort þann vetr, er þeir félagar sátu hjá
Guðmundi Eyjólfssyni, er þeir höfðu orðið aftrreka á utanferð sinni.1
Enn hafi ekkert mannfall orðið í kring um virkið, þá var heldr eigi
við því að búast, að Eiríkr hefði getið þess í vísum sínum.
Vér höfum þannig sýnt fram á það, að munnmælin um, að
það hafi staðið í Heiðarvígasögu, að Barði hafi varizt í virkinu, ná
að minsta kosti svo langt aftr í tímann, að Heiðarvígasöguhandrit-
ið hefir verið hér á landi samtíða þeim, og þá, ef til vill, heilt.
Vér höfum séð, að það er ýmislegt í þeim brotum, sem nú eru
eftir í Heiðarvígasögu, er virðist staðfesta munnmælin, enn að eyða
er í söguna einmitt þar sem búast mætti við að sagt hefði verið
frá virkissetunni. Enn það sem mér virðist vera ein hin gildasta
ástœða fyrir því, að munnmælin sé sönn, er enn ótalið, og það er,
að vér eigi þekkjum neinn atburð í sögu Húnavatnsþings, sem vér
getim sett í samband við virkið, nema þenna eina. Alt bendir á,
að ófriðr sá, er háðr var kring um virkið, hafi verið stœrri enn
svo, að hann hafi getað verið sveitakrytr einn eða deilur milli ein-
stakra ætta. Umbúnaðr sá, sem á virkinu er, virðist vera gjörðr
gegn árás frá heilu héraði eða þingi að minsta kosti. Á söguöld-
inni vitum vér eigi til, að Húnavatnsþing hafi átt í neinum deilum,
þar sem heilt hérað eða þing stóð öðrum megin, að undanteknum
ófriði þeim, sem Heiðarvígasaga er um. Deilur þær og styrjaldir,
sem sögur vorar skýra frá, eru annars vanalega deilur og styrjaldir
milli einstakra ætta, enn það sem gjörir Heiðarvígasögu svo merki-
lega, er einmitt það, að hún skýrir frá ófriði, sem reyndar átti rót
sina í deilum einstakra ætta, enn sem smátt og smátt breiddist svo
út, að loksins stóðu heil héruð að vígi hvort á móti öðru með sverð
á lofti. Ur því söguöldin líðr alt til daga Hafliða Mássonar, höf-
um vér litlar sögur úr Húnavatnsþingi, enn þá virðist hafa verið
svo mikil friðsemisöld, að slíkt hafi varla getað komið fyrir, enda
er ólíklegt, að engar sögur hefði til vor komið um það, ef svo
hefði verið. Af Hafliða Mássyni og deilum hans höfum vér ná-
kvæmar og góðar sögur, sem mundu hafa getið þess, ef hann
hefði hlaðið virkið, enda virðist svo, sem hann hafi aldrei átt svo
í vök að verjast, að hann hafi þurft þess, og úr því höfum vér
1) ísl.s. Kh. 1847, II. b. 389. bls.