Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 113
113
,svo nákyæmar sögúr fram.til þess að landið komst undir konung,
. og jafnvel fram til loka 13. aldar, að vér eflaust mundum hafa
sögur af því, ,ef virkið hefði verið hlaðið á þeim tíma, enn úr því
varð aftr svo friðsamt hér á landi, að óhugsanda er, að virkið hafi
verið hlaðið eftir þann tíma1. það eru því öll líkindi til þess, að
munnmælasögurnar um virkið hafi satt að mæla, og er það þá all-
merkilegt, að þær skuli fylla eyðu í einni hinni merkastu af frá-
sögum vorum.
Lögun virkisins og afstaða grjótgarðanna og tóttanna sést bezt
á uppdrætti þeim, sem stendr yfir fyrirsögn ritgjörðar þessarar;
hefir herra Árni Gíslason grafið hann eftir uppdrætti, sem eg hafði
gjört. Uppdrætti þessum er í mörgu ábótavant, þvíað bæði er eg
óvanr landmælingum og hafði þar að auki mjög ófullkomin mæl-
ingaverkfœri, enda vantaði grafarann ýms verkfœri til þess að gjöra
uppdráttinn vel úr garði; enn miklar þakkir á hann skildar fyrir
vandvirkni sína. Samt sem áðr vona eg, að uppdráttrinn sé nokk-
urn veginn nákvæmr. Myndin sýnir brúnirnar á klettinum alt í
kring með einföldu stryki. Dœldin innan i klettinum er svört, og
sést þar í áttaviti, sem er settr af handa hófi, og snýr oddrinn hér
um bil í norðr. í dœldinni sést enn fremr hvítr hringr sem tákn-
ar brunninn, enn hvítu deplarnir í útsuðr frá honum eiga að tákna
tóttirnar. Fyrir innan klettabrúnirnar sjást sums staðar svartar
rákir, sem eiga að tákna garðana; eru þær samanhangandi að land-
norðanverðu, og útsunnan, þar sem garðarnir eru greinilegir, enn
að sunnanverðu eru rákirnar slitnar í sundr, þvíað þar eru garð-
arnir óglöggvir og fallnir. í skörðunum, bæði að austan og sunn-
an, eiga dílarnir að tákna urðina, sem fallið hefir úr görðum þeim,
sem í skörðunum hafa staðið, og í skarðinu að austan sést votta
fyrir hliði því, sem fyrr er nefnt. Vörðurnar á norðrenda virkisins
eru táknaðar með 3 deplum og eins varðan á landsuðrtanga þess,
enn depillinn, sem stendr í vestr-útsuðr frá dœldinni, táknar steina,
sem eg reisti til að hafa á mæliborð. Fjarlægðin á milli þessara
tveggja depla, sem síðast vóru nefndir, var mælingarlína mín, og
var hún nákvæmlega 179*/a danskt fet.
1) Á öndverðri 13. öld getr Sturlunga saga reyndar um deilur milli
Miðfirðinga og Víðdœla, og er þá talað um »setu«, enn eigi er virkið nefnt
á nafn, og má af því ráða, að hleðslan þar sé eigi frá þeim tíma. Sturl. s.
Oxford 1877. I. b„ 231. bls. (VII. 38. k.).
8