Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 18
i8
Nú vík jeg aptur máli mínu að tóttinni á Valseyri, og verð jeg
þá að segja, að mjer þykir mjög ísjárvert að kalla hana lögrjettu,
þar sem alls ekki er sannað, að sjerstök lögrjetta hafi nokkurn
tima verið á hjeraðsþingunum, og þar sem þessi tótt ekki virðist
hafa nein þau einkenni, sem gjöri það líklegt, að þar hafi verið
lögrjetta. Nær sanni væri að kalla tóttina dómhring, en samt skal
jeg benda á, að tóttin er ekki hringmynduð heldur ferhyrnd að
lögun, og nokkuð lengri á annan veginn1. Gólfskán sú, sem fannst
innan í tóttinni, bendir og til þess, að hjer hafi aldrei verið dóm-
stæði, því að óliklegt er, að hún hefði getað myndazt af traðki
eptir dómendurna þann stutta tíma, sem tóttin var brúkuð á ári
hverju. þar að auki virtist mjer gólfskánin vera taðkennd, eins
og væri hún eptir skepnur.
J>að kynni í fljótu bragði að virðast líklegt, að hin einkennilega
kringlótta tótt, sem fyr var getið, hefði verið dómhringur, bæði af
því að hún hefir þetta kringlótta lag og svo af því að þar fannst
engin gólfskán. Samt sem áður hygg jeg, að svo hafi eigi verið.
Tóttin virðist vera allt of niðurgrafin og djúp að innanverðu til
þess að vera dómhringur, því að veggirnir að innan hafa verið
of háirtil að sitja á. Auk þess er tóttin eflaust yngri en rústirnar
í kring, eins og jeg áður hefi minnzt á.
Að ætlan minni sjást nú ekki framar neinar leifar af dómhring á
Valseyrarþingi, en vel getur verið, að hann sje einhvers staðar und-
ir skriðunni.
Auk þess ljet jeg grafa 3 litlar grafir ofan i tótt þá, sem hjá
Sigurði Vigfússyni er talin hin 6. í röðinni og sem hefir greinileg-
ar dyr upp á móti fjallshlíðinni2. Hjer vóru ekki nema 3—6 þuml-
ungar ofan að melnum og fannst þar engin gólfskán og ekkert
merkilegt.
Allar tóttirnar á Valseyri eru fornlegar, en þó virðist kringlótta
tóttin, sem áður ergetið, yngri en hinar, og sömuleiðis virtist mjer
mannvirki það, sem er yzt niðri á sjávarbakkanum3 (12. tóttin hjá
Sigurði) hafa nokkuð önnur einkenni en hinar tóttirnar; eins og
Sigurður segir, virtist þar votta fyrir gaflaði í miðri tóttinni, eins
og þar hefði verið 2 tóttir hvor við endann á annari, en sjór-
inn hefir nú að miklu leyti brotið þetta mannvirki, einkum að norð-
anverðu. f>að gegnir furðu, hversu lágir veggir tóttanna á Valseyri
eru nú, og hafa þeir þó ekki getað sokkið mikið í jörð, vegna þess
að jarðvegurinn er svo grunnur. Annaðhvort hljóta veggirnir að
hafa blásið upp, og verða tóttirnar þá að vera fjarska gamlar, eða
1) Sbr. Árbók 1883, bls. 121—4.
2) Árbók 1883, bls. lln.
3) Árbók 1883, bls. lls*.