Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 32
32
annarstaðar, eða ef til vill aldrei. Herra Blom sýnir fram á, að
breyting sú, sem verður { Norðurálfunni á skildinum og söðlinum
á 12. öld, stendur í sambandi við það, að riddaraliðið lærði að ráð-
ast á óvini sína í þjettri fylkingu, þar sem það áður hafði barizt í
riðlum eða á stangli. Riddararnir læra að halda spjótinu föstu
undir handlegg sjer inn við hliðina, og ríða svo á fleygiferð móti
óvinunum, og verður lagið af spjótinu þá því aflmeira, sem hest-
urinn fer harðara, og miklu aflmeira en ef spjótinu væri að eins
beitt (lagt eða kastað) af handafli. Af þessu leiddi, að skjöldur-
inn fjekk nýtt lag, og var hafður íbjúgur og stærri en áður, til
þess að hann hlífði betur brjóstinu, og í annan stað varð það
nauðsynlegt að breyta söðlinum þannig, að sterkar og háar brfkur
vóru settar á hann að aptan, til þess að riddarinn skyldi ekki
hrökkva aptur úr söðlinum, þegar spjótið rækist f hann. En hver
ástæða var til þess fyrir íslendinga að taka upp þessar nýjungar,
þar sem aldrei hefir verið til neitt riddaralið hjer á landi og aldrei
verið háð nein riddaraorusta? Allar þær orustur eða fundir, sem
getið er um á Sturlungaöldinni, fundurinn f Bæ, á Orlygsstöðum, í
Haugsnesi, á þ>veráreyrum o. s. frv., eru fótgönguliðsorustur, nema
Flóabardagi, sem var sjóorusta. Orsökin til þessa liggur í augum
uppi. Stórir bardagar vóru sjaldgæfir á fslandi einkum vegna
mannfæðar og koma ekki fyrir nema á Sturlungaöldinni og þó
aldrei mjög stórir. J>ar næst er ísland fjöllótt, svo að óviða er
hægt að koma við stórum riddaraflokkum. Auk þess eru hinir
íslenzku hestar of smávaxnir og kraptalitlir til þess að þeir geti
verið nýtir riddarahestar. Hver ástæða var þá til þess fyrir íslend-
inga að taka upp hina nýju söðla með háum söðulbogum, sem
hlutu að vera mjög óþægilegir og óhentugir í ferðum hjer á landi?
Allir, sem nokkuð hafa ferðazt hjer um land, vita það, að reiðmað-
urinn verður að vera svo frjáls í hreyfingum sínum og svo laus við
hestinn, sem unnt er, ef hann annaðhvort þarf að stökkva fljótlega
af baki eða hesturinn dettur með hann, og þess vegna forðast t.
a. m. allir, sem ríða, að vera fastir í fstöðum. Hin háa söðulbrík
hlaut að hindra svo þann, sem í söðlinum sat, að hún hefði verið
alveg óhentug hjer á landi. þ>ófinn, sem enn er notaður afkvenn-
fólki víða hjer á landi, og hinn svonefndi íslenzki kvennsöðull sýna
það enn í dag, að íslendingar eru fastheldnir við gamalt lag á reið-
tygjum; annars mundi „enski söðullinn“ vera búinn að útrýma
hvorutveggja fyrir löngu; en aðalorsökin til þess, að það hefir ekki
orðið, mun vera sú, að kvennfólkið er ekki eins laust við söðulinn
f „enskum“ söðli eins og í íslenzkum, ef illa fer. Jeg get því
ekki lágt eins mikla áherzlu á lagið á söðlinum á hurðinni eins og
herra Blom, en aptur þykir mjer hitt miklu þýðingarmeira, sem
hann hefir sýnt, að skjöldurinn er með hinu yngra lagi, sljettur