Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 153
Skýrslur
i.
Ársfundur fjelagsins 2. ágúst 1884.
Formaður fjelagsins, Árni Thorsteinson, skýrði stuttlega frá
ýmsum atriðum um hina mörgu bollasteina, er finnast mjög víða á
Skotlandi, og bœtti varaformaður fjelagsins, Sigurður Vigfússon,
þar við ýmsum skýringum um bollasteina þá, er fundizt hafa á ís-
landi.
þ>ar næst lagði formaður fjelagsins fram reikning fjelagsins frá
2. ágúst 1883 til s. d. 1884, og skýrði frá ýmsum atriðum um fjár-
hag fjelagsins og tölu fjelagsmanna. í fjelaginu voru 29 manns
æfilangt en með árstillagi 233, alls 262.
Sumarið 1883 fór varaformaður fjelagsins, herra Sigurður Vig-
fússon, um Árnessýslu, og sjerstaklega um Rangárvallasýslu, til þess
að framkvæma sögulega og staðarlega rannsókn á Njálu. Til þessa
varði hann allmiklum tíma, þar sem hann var rúman mánuð á
þeirri ferð, og var undir umsjón hans og forstöðu gerður útgröptur
á hofinu á Seljalandi, að Hlíðarenda, Bergþórshvoli, Hofi og Snjall-
steinshöfða. Allur þessi starfi og sú staðarlega rannsókn, sem hann
gerði á sögustöðum Njálu, varð svo umfangsmikil, að honum eigi
varð fœrt að fara í það sinn austur í Skaptafellssýslu til þess að
hefja þar ýmsar rannsóknir, einkum um reið Flosa, sem kom í ljós að
nauðsynlegar væri til þess að ná rjettum skilningi um þá frásögu.
Formaðurinn skýrskotaði um þessi atriði til bráðabirgðar skýrslu
þeirrar, er varaformaður fjelagsins hefir ritað í íslenzkum blöðum.
Af því að rannsóknir þessar urðu svo yfirgripsmiklar og eigi
lokið að fullu, með því að aptur þarf að fara yfir ýmsa staði og eink-
um til Skaptafellssýslu, svo að öll rannsóknin geti komið fram sem
ein heild, hefir varaformaður fjelagsins eigi samið skýrslu um ár-
angurinn af þessari ferð sinni, en orðið að fresta því, þangað til
allri rannsókninni væri lokið, og mun hún þá koma fram sem ein
19*