Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 27
27
hugsa sjer það hangandi í sverðfatli hægra megin, því að hjaltið
kemur fram undan ofanverðum skildinum. Til hægri handar sjest
gröf með legsteini á og krossi upp af tiJ hægri, og á gröfinni ligg-
ur Ijónið fram á lappir sínar í andarslitrunum, en á bak við sjest
kirkja. Á legsteininum standa rúnir, sem prófessor G. Stephens
hefir fyrstur ráðið, og er þó letrið eigi fullkomið, þvi að nokkrar
rúnir vantar að framan; hefir þar verið settur inn í hurðina listi,
sem hefir tekið burt hið fremsta af rúnunum. En það er svo lítið,
sem vantar, að það má ráða i, hvað staðið hafi, með nokkurn veg-
inn áreiðanlegri vissu. Eptir því verður að lesa rúnirnar þannig,
og set jeg í sviga þær rúnir, sem við er bætt eptir ágizkun:
(SEIN) RIKIA KONONG: HER GRAFIN (E)RUA1 DREKA
Í>ÆNA
(o : sjá hinn ríka konung hjer grafinn, er vo (vann ?) dreka þenna).
Letrið segir oss þannig það, sem vjer annars hefðum átt hægt
með að ráða í án þess, að myndin sýnir legstað riddarans og ljón-
ið, sem liggur á gröf hans og deyr af harmi eptir húsbónda sinn.
í gömlum riddarasögum er víða getið um riddara, sem bjargar
ljóni úr drekaklóm, og fylgir ljónið síðan riddaranum í þakklætis
skyni. Slíkt kemur fyrir í ívents sögu Artuskappa, Konráðs sögu
keisarasonar og sögu J>iðriks af Bern. Myndirnar á Valþjófsstaða-
hurðinni koma að flestu betur heim við ívents og Konráðs sögu
en við þúðreks sögu. ívents saga segir, að ívent hafi hitt dreka í
skógi, og hafi drekinn vafið sporðinum utan um ljón ; ívent stíg-
ur af hestbaki og heggur sundur drekann ; ljónið skríður að fótum
hans og fylgir honum síðan. Svipuð þessu er sagan eins og hún
er í Konráðs sögu. Konráðr hittir dreka, sem hefir vafið sig ut-
an um ljón í fjallshlíð. Hann ríður þangað og drepur drekann.
Síðan fer hann upp f fjallshlíðina og finnur þar bæli drekans og
tvo unga hans. f>á drepur hann einnig, og hefur þaðan með sjer
mikið gull til sýnis. Sömuleiðis tekur hann með sjer hremsur drek-
ans, og fylgir ljónið honum sfðan. þessi saga um Konráð kemur
að því leyti betur heim við myndirnar á hurðinni, að hún getur
um unga drekans og híðið uppi í fjallinu. í J>iðreks sögu segir
svo frá, að fiðrekr konungur hafi verið á veiðum og komið að
ljóni og dreka, sem vóru að berjast; hann fer af baki og hjálpar
ljóninu. En hjer fara leikar allt öðruvísi en í ívents sögu og á
hurðinni. Sverð konungs brotnar; drekinn tekur ljónið í gin sjer
en vindur sporðinum utan um fiðrek, og flýgur með hann og ljón-
ið í híði sitt. þ>ar á drekinn 3 unga. Drekarnir jeta ljónið og
sofna sfðan. J>á finnur konungur sverð í híðinu og drepur með
því drekana og fer síðan burt. f gamalli danskri þjóðvfsu er og
4*
1) UAN? Sjásíðar.