Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 42
40
verðu er aldan afhallandi; gengur fjallrani suður af henni fram í
dalinn, lægri miklu en dalsbrúnin, og þó ekki alilágur, en er sund-
urklofinn af giljum og skörðum. Suðurendi hans er alþakinn rauð-
gulu hellugrjóti, smáu, en sumstaðar rauðgráu eða grængráu. Fjall-
raniþessi heitir Rauðukambar; undir suðurenda þeirra er hver einn
lítill. Úr hvernum rennur lækjarspræna í Fossá. Suður afRauðu-
kömbum er Reykholt dálítið fjall, alveg sjerstakt, það gengur næst-
um fram i miðjan f>jórsárdal. Má kalla að Rauðukambar og
Reykholt skipti honum í tvennt að innanverðu. Spölkorn suðvest-
ur frá Reykholti, nokkru nær Dímon, er dálítill klapparás með
hamragarði mót suðaustri; það heita Vegghamrar.
Á norðausturbrún dalsins er Búrfell syðst; það er hátt fjall
höfðamyndað, nokkuð aflangt til norðurs, mjög bratt og með hömr-
um nær allt um kring, og svarðlaust nema í litlum hálsi undir
suðurenda þess, sem Búrfellsháls heitir; hann er grasi vaxinn og
hrísi. Austan til við hálsinn er gil eða gróf, sem heitir Skipgróf\
þar er sagt að Hjalti Skeggjason ljeti gjöra skip sitt. Lika er hún
kölluð Stórkonugróf, og á þar að hafa búið skessa. Austan í Búr-
felli er hamragil, sem heitir þjófagil; er sagt, að þar hafi þjófar
verið hengdir og kastað síðan í þjófafoss; það er allfagur foss í
þ>jórsá hjá hálsinum. Norður af Búrfelli gengur háls mikill, sem er
áfastur við suðurenda Skeljafells austanverðan; verður þar hvamm-
ur milli Búrfells og Skeljafells móti vestri, og er þaðan slakkí
austur yfir, þar sem fjöllin mætast; það heitir Sámstaðaklif. Skelja-
fell liggur f norðlægt norðvestur frá Búrfelli. þ>að er miklu lægra,
og næstum þríhyrnt ummáls; hæst er vesturhorn þess, og skag-
ar það vestur í dalinn; ofarlega í þvi er rauðleitur melur, sem
virðist vera samkynja Rauðukömbum. Suðurhorn Skeljafells heitir
Sámstaðamúli, hann er allbrattur, eins og fjallið er allstaðar suð-
vestan og norðvestan megin — þeim hliðum snýr það inn í dalinn.
Austur af þvi er að eins litill halli. Inn með norðvesturhlíð þess
víkkar dalurinn austur á við. Undir henni miðri, eða því sem næst, er
Steinastaðaholt, næstum laust við fjallið. Tekur þá láglendið að hækka
og myndast samhengi Skeljafells og Stangarfjalls. — Frá Skelja-
felli upp að Sandafelli, sem er ofar með þ>jórsá, er sandrokið hraun,
sem kallast Hafið; þaðan gengur mjór sandjaðar suður með þjórsá
austan fram með Búrfelli. Milli hans og Búrfells rennur Bjarnalczkur.
Aðinnanverðu upp viðSandafell, er hraunið óblásið; þar kallast það
Álptavellir. Hraun þetta er einn hluti hins mikla hraunflóðs, sem
runnið hefir austan af Landmanna afrjetti og ef tilvill komið fyrst úr
Heklu og flotið fram milli Valafells og Búrfells; liggur það undir
jarðveginum í þvi nær allri Landsveit, Núps- og Hofs-heiðum í
Eystra hreppi, Árnesinu, Skeiðum mestöllum, Lága-Flóanum, Eyr-
arbakka og allt fram i sjó. Hraunkvisl sú, er myndaði Hafið, hefir