Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 130
124
Fimtudaginn 11. sept. var stormr og rigning;var eg kyr í Reyk-
jaholti, og gjörði dagbók mína.
Hvítárbrú.
Föstudaginn 12.sept. fór eg frá Reykjaholti og fyrst útað Skán-
ey,og þaðan yfir hálsinn, og út og niðr að Hurðarbaki, sem stendr
að sunnanverðu við Hvítá skamt upp frá ánni. það sést meðal
annars á vorum merku fornritum, að forfeðr vorir hér á landi
kunnu ýmislegt í verknaði, sem stórvirki mátti heita. J>eir bygðu
t. d. haffœrandi skip, og stórhýsi heima hjá sér, þó ekki væri hús
þeirra þá af steini gjör. Að gjöra brýr á stór vatnsföll, hefir ver-
nokkuð algengt, og því segir Grágás kb. bls. 130: “Smiðar þeir
er hvs gera vr avströnom viðe eða bruar vm ar þær eða votn er
net næmir fiscar ganga í. eða gera buðir á alþingi. þeir eigo cost
attacadaga cavp vm engi verk“. Hér er verið að tala um „heimilis-
föng“, og hafa þessir menn rétt fram yfir aðra, og mega vera
lausir á sumrum og taka kaup, enn Grágás tekr þó hart á lausa-
mensku, og varðaði það við lög, að hafa ekki vist. J>að sést fylli-
lega á Sturlungu, að brú hefir verið á Hvftá í Borgarfirði, og sem
óhætt mun að ætla, að hafi verið af mönnum gjör. J>essi brú á
Hvítá er fyrst nefnd við víg Klœngs, sem áðr er talað um; þeir
Klœngr höfðu hestvörð við .,Brúu og öll önnur vöð á Hvítá, nema
Steinsvað; þar hafði eigi geymt verið; enn það hittist nú svo á, að
þeir Orœkja fóru það vaðið; þetta sýnir, að brúin var á því svæði
þegar að vestan er komið, og ætlað að Reykjaholti; sama er að
segja um Steinsvað, að það hefir verið einhvers staðar norðan til í
Síðunni, því Hœnsa-J>óris s. segir bls. 182, að Tungu-Oddr stefndi
mönnum til Steinsvaðs, þegar hann reið í Ornólfsdal; enn Steinsvað
þekkist nú ekki; það nafn er týnt. Eins og kunnugt er, var sætt-
arfundr lagðr við „ Hvítárbrú11 í málunum út af vígi Snorra Sturlu-
sopar; öðrum megin voru þeir Kolbeinn ungi og Gizurr J>orvaldsson,
enn hinum megin Orœkja og Sturla J>órðarson; þar voru og bisk-
upar báðir, Brandr ábóti og fleiri; höfðu þeir allir margt manna,
Sturl. VII. bls. 404—406. Hér er brúin svo oft nefnd, og brúar-
sporðarnir, og margoft gengið fram og aftr um hana, að ekki er
um að villast; eg vildi ganga úr skugga um, hvar Hvítárbrú
hefði verið, enn þetta liggr í augum uppi, þegar komið er á stað-
inn, og borið saman við orð sögunnar.
Undan Hurðarbaki, eða litlu neðar í stefnu, heitir nú Kláffoss
á Hvítá. Bjarni bóndi á Hurðarbaki fylgdi mér þangað. J>ar
Eg gjörði það rétt að gamni rnínu, að prófa þessi munnmæli, því það var
ekki stuudar verk; lót eg grafa hól þennan, og sannfœrðist um, að þetta er
garnall öskuhóll.