Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 95
8g
verið komnir þar fyrir fótaferðartíma, þvíað nú var þeim mest á-
ríðandi, að ekki sæist til ferða þeirra, þegar þeir stefndu þenna veg,
þvíað þá var auðséð að ánnað var erindið, enn að ríða hér um
farinn veg. þ>eir hafa því ekki verið milli Vatnshorns og Bakka-
kots, nema blá-svartnættið, þvíað sagan segir, að kveldið var þá
mjög áliðið, er þeir komu hér. f>að liggr í orðum sögunnar, að
þeir þ>orgils hafa riðið allan þenna veg á dag, vestan frá Tungu í
Hörðadal og suðr í Skorradal. Sagan myndi geta þess, hefði þeir
náttað sig í Borgarfirðinum, þar sem hún segir hér svo nákvæmt
frá; þeir þurftu líka að haga þannig ferðinni, að þeir kœmi hér í
dalinn að kveldi, þegar myrkt var orðið, sem fyrr segir. þ>að má
og takast, að ríða þetta á dag, þegar vegir eru þurrir á sumardag,
þóað vegrinn sé langr, sé farið mjög snemma af stað. Sagan seg-
ir og : „þ>riðja morguninn fyrir sól kvómu þeir þorsteinn ok I.ambi
f Tungu; þorgils fagnar þeim vel“. þeir forsteinn og Lambi hafa
þvi komið í Tungu um morguninn fyrir kl. 5; gátu þeir þorgils þá
verið komnir af stað kl. 6 eða fyrri. Um þenna tíma er ekki orðið
dimt fyrr enn kl. 8. Höfðu þeir þá 14 stundir til ferðarinnar, eða
jafnvel meira. þ>að má ákveða, í hvaða viku sumars þetta hefir
verið, eftir orðum sögunnar. Oll frásagan er hér svo föst og
greinileg.
það var um sumarið „at tvímánuð'Í'1, þ. e. einhvern daganna rétt
fyrir tvimánuð. J>á reið Guðrún Ósvífrsdóttir inn í Dali. þ>að er
langr vegr utan frá Helgafelli; hún reið i f ykkva Skóg; sábœr er
nú kallaðr Stóri Skógr og er í Mið-Dölum. f>á sömu nótt sendi
Guðrún mann inn í Síeliiigsdalstungu til Snorra goða, að hann
kœmi um daginn eftir á ákveðinn stað, sem hét Höfði, fyrir norðan
Haukadalsá. þessi höfði er nú kallaðr Gálghamar. Er hann með
nokkurum klettum þeim megin, sem að ánni veit. Hér hefi eg oft
komið, og sömuleiðis farið alla þá leið, sem hér er talað um. Hér
lagði Snorri ráðin á; Guðrún reið í jpykkva Skóg um kveldið, enn
Snorri heim. Um morguninn reið Guðrún úr |>ykkva Skógi og synir
hennar, og út Skógarströnd. f>á kom þorgils Hölluson í ferð þeirra,
og riðu þau öll út til Helgafells. Fám nóttum síðar heimti Guðrún
sonu sína í laukagarð sinn og sýndi þeim línklæðin, sem Bolli hafði
verið í, þegar hann var veginn, og eggjaði þá til hefnda. Síðan
var þorgils kallaðr til og honum komið í málið ; bazt hann fyrir
ferðinni með því, að Guðrún hézt honum að eiginkonu, enn þó með
undirmálum, alt eftir ráðum Snorra. Síðan ríðr þorgils heim f
Tungu. í þetta hafa nú gengið að minsta lagi 6—7 dagar, frá
því Guðrún fór að heiman. Kemr þá þetta vel heim, að það hef-
ir verið rétt fyrir tvímánuð. Hinn næsti drottinsdagr var leiðar-
dagr, og ríðr þorgils þangað, og þá kom hann þeim þorsteini og
Lamba í ferðina. Nú segir Grágás, Kb. 61. k.: „Leið scal eigi
12