Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 141
135
Blundketilsbrenna er einhver þýðingarmesti viðburðr á io. öld,
því í sambandi við hana stendr ein hin merkasta breyting á lög-
um, sem gerð hefir verið hér á landi, nfl. settir fjórðungsdómar
965. Fyrst urðu þingdeilur miklar út af brennunni á milli hérað-
anna Breiðafjarðar og Borgarfjarðar ; síðan var málunum stefnt til
alþingis, og þar vann jþórðr gellir fullkominn sigr. Höfðingsskapr
og vizka J»órðar kemr mjög i ljós í þessari sögu. Hann hefir ver-
ið hinn mesti lagamaðr sinnar tíðar (júristi); yfir 'þórði gelli hvíl-
ir eins og nokkurs konar tignarblær, t. d. það, að J>órðr var
leiddr í hörginn, áðr enn hann tók mannvirðingu, Landn. bls, m.
Af þ>órði hefir líklega verið til sérstök saga, sem því miðr nú er
glötuð. Um þá tvo menn, er saga þessi gerist mest af, skiftir
mjög í tvö horn. Blundketill var einn hinn bezti maðr í fornum
sið og stórmenni ; enn Hœnsa-J>órir var hinn versti maðr, er sögur
fara af, og þó lítilmenni.
Nú segir Hœnsaþóris s. bls. 122—124: „Blundketill hét maðr,
son Geirs hins auðga or Geirshlíð, Ketils sonar blunds, er Blunds-
vatn er við kennt; hann bjó í Örnólfsdal; þat rar nokkuru of'ar
en nú stendr hærinn ; var þar mart bæja upp í frá. Hersteinn
hét son hans. Blundketill var manna auðgastr ok bezt at sér í
fornum sið; hann átti xxx leigulanda; hann var hinn vinsælasti
maðr í hjeraðinu“. þ>essi orð sögunnar um hinn forna bce, hvar
hann hafi staðið, eru einkannlega þýðingarmikil, því að þau sönn-
uðust fullkomlega við rannsóknina.
Bœrinn Örnólfsdalur stendr í nokkrum halla, skamt upp frá
ánni í norðanverðum Örnólfsdal. Fyrir austan og ofan túnið góð-
an spotta er hóll einn flatvaxinn, víðr um sig, sem nú er kallaðr
Sjónarhóll, því að þar er fremr hátt og nokkurt víðsýni. Upp á
hól þessum er tótt ákaflega löng og fornleg og niðrsokkin, veggir
mjög útflattir, einkannlega að utan. Tóttin snýr samhliða dalnum,
nær í austr og vestr; hún nær mjög svo eftir hólnum öllum að
ofan, þar til honum fer mjög að halla; tóttin skiftist í tvennt, hinn
eystra hluta og vestra; hann er í nokkrum halla vestr af. Veggr
er þar á milli þvert yfir með dyrum á; sjá hér myndabl. að aftan:
„Skáli Blundketils í Örnólfsdal“. þ>ar er tóttin sýnd eins og eg
gat næst komizt að hún hefði verið, bæði að stœrð og lögun. Ein-
ungis eru veggir allir gerðir beinir, eins og þeir hafa hlotið að vera.
Mánudaginn 15. sept. fór eg snemma morguns frá Norðtungu
og upp að Örnólfsdal til að rannsaka tótt þessa ; hafði eg þrjá menn
til vinnu. Fyrsta og annað atriðið var hér að rannsaka, hvort
hefir verið þar smali; hann er maðr eftirtökusamr, sem eg gæti sýnt, og
nákunnugr.