Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 77
7i
sér hestinn. Fara þeir þá til hans og fluttu hann heim. En hvártki
komu aptr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar getur at,
hvarEgill hafi fólgið fé sitt. Fyrir austan garð at Mosfelli gengr gil
ofan úr fjalli... Fyrir neðan tún at Mosfelli eru fen stór ok furðu-
liga djúp ... Fyrir sunnan ána eru laugar ok þar skamt frá jarð-
holur stórar“. Hrappseyjarútg. er að efninu til að mestu leyti sam-
hljóða, bls. 177: „hann stie aa bak og fara þeir ofan efter twne, fyrer
brecku þaa, er þar var, er menn saau sidast til þeirra, enn um
morguninn er menn rijsa upp og verkamenn gengu wt, saa þeir
fyrer austan twngard aa holte einu ad Egill var þar einsamall og
leidde efter sier hest.. . fyrer austann Mosfell geingr gil mikid of-
ann wr fialle .. . enn sumer menn ætla at Eigill mune hafa fólged
fied fyrer nedann gard aa Mosfelle mille hanns og arinnar því þar eru
fen stoor.“ Eg skal og setja hér lítið sýnishorn af handritinu:
„Hann bad þrælana ad taka sier hest, vil eg nú fara til Laugar
skulu þid fiigia mier ; enn er hesturinn var búinn fara þeir ofanfyrer
brekkuna er menn Sáu til Sidast; enn um morguninn epter er menn
risu upp Sáu þeir fyrer austan gard ad Mosfelli á Hóli einum, Hvar
Eigill hvarlaði þar einsamall og leiddi Hest epter Sier, fóru þeir
þa til fundar vid hann og figldu honum heim. Hafdi hann med
sier um kveldid kistur þær er Adalsteinn Kgr. sendi Skallagrime“.
Hvorki Hrappseyjar útg. né handritið hafa þá tilgátu, að Egill
hafi fólgið féð í jarðholunum fyrir sunnan ána, sem Rv. útg. talar
um. I.augarnar hafa verið þar sem nú heita Æsustaðahverir fyrir
sunnan Reykjaá. þvert suðr yfir Víðirinn, sem kallaðr er, fyrir
sunnan Köldukvísl, hefir legið brú í fornöld; hún sýnist þráðbein,
og er í stefnu frá Mosfelli til að sjá austanhalt frá kirkjunni, milli
hennar og bœjarins. Sést glögt móta fyrir henni, þegar maðr
stendr þar og sér ofan yfir, enn óglöggvari verðr hún að sjá, þeg-
ar maðr kemr á Víðirinn; þar er flatlendi og smáþýft, og fellr
þá þetta alt meira út í eitt; brúin liggr vestan til við laugina, sem
er fyrir neðan Æsustaði-, hún gæti einungis verið mátuleg til að
lauga sig í, þvíað vatni má veita úr ánni; enn ekki held eg hún
sé höfð til þess nú eða kölluð laug; hitt eru hverir, sem eru alt
of heitir og hafðir til að sjóða í. þ»ar sem nú einmitt talað er
um í Egilsögu, að laugarnar vóru þá notaðar, þá er líklegt, að þessi
brú eða vegr sé frá þeim tíma, og víst er það, að hún er gömul.
£>að er auðséð, að brú þessi er gerð fyrir bœinn Mosfell, og er
það þá enn einn vottr þess, að hann hafi ekki staðið úti á Hrísbcú,
þvíað ekki mundi ella stefna brúarinnar vera hnitmiðuð á þann
stað, sem Mosfell stendr.
Suðr frá bœnum á Mosfelli er löng og há túnbrekka. Er hún
hæst að vestanverðu, og myndast þar hóllinn, sem kirkjan stendr
á, vestr frábœnum; þetta er nú brekka sú, sem öll þessi þrjú hand-