Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 51
49
plássið kallað í „Bergdlfsstöðum11; því mun sá bærinn rjett nefndur.
Áin hefir skilið Iðnd þessara bæja, svo þeir hafa ekki átt eitt land,
og þá naumast heldur eitt nafn, því það er sjaldgæft og á sjer
trautt stað án sjerstakra orsaka, að tvær aðskildar jarðir { sama
byggðarlagi eigi samnefnt. Sumir hafa gizkað á, að hjer hafi ver-
ið þeir tveir Lóþrælar, sem munnmæli telja með bæjum í J>jórsár-
dal, og hafa byggt það á því, að hjer sjeu tvær rústw, þó er önn-
ur þeirra auðsjáanlega af fjósi og hlöðu. J>ví hefir Hka verið gizk-
að á, að hjer hafi verið annar Lóþræll, en hinn í Grjótárkróknum;
þessir tveir bæir virðast samt ekki að hafa verið þau smábýli að
orsök væri til að kalla þá „Lðþrœla“ fyrir það ; lönd þeirra hafa
og verið aðskilin af Grjótá. En „Lóþrælar“ hafa án efa verið tvö
smá afbýli frá sömu heimajörð báðir; enda munu rústir þeirra nú
fundnar annarstaðar. Hjer liggur því næst að taka Lambhöfða-
nafnið fyrir nafn bæjarins.
13. Bergálfsstaðir eru sýndir á grjótmel nokkrum skammt
fyrir austan ána, lítið upp á halllendi því, er gengur ofan frá
Fossöldu vestanverðri og nú kallast allt saman: „í Bergálf-
stöðum". Undir rústinni, einkum miðju hennar, er moldarbringur,
hefir grjótið að nokkru leyti varnað því, að jarðvegurinn bljesi
burt. Utan með er grjótið samt mjög hrunið út af þessum bring,
svo lögun og stærð tóttanna sjest ógjörla. f>ó má sjá, að bærinn
hefir snúið við suðvestri, og virðist framtóttin allt að því 30 álna
löng og 4—5 ál. víð. Bak til sjest, að hús hefir verið. Fjóss eða
hlöðu tótt sjest þar hvergi, svo deilt verði. jpað er líklegt, að
„Beighalsstaðir11, sem Jón prestur Egilsson nefnir, sje sami bær
sem Bergálfstaðir. — Á sljettum grjótmel skammt frá þessari rúst
fannst fyrir nokkrum árum sverð; það var heilt, nema kinnar vant-
aði á meðalkaflann og blóðrefillinn var af fallinn af ryði, en lá þó hjá.
Finnandinn, Vigfús bóndi Ófeigsson á Framnesi, gaf sverðið forn-
gripasafni íslands.
14. í Reykholti sunnanverðu er fagurt bæjarstæði að landslagi
til, ef gróið væri, enda er þar uppi f sandbrekkunni allmikið af
hraungrjóti, sem auðsjáanlega er flutt þangað af mönnum og ligg-
ur í þeirri breiðu, sem svara mundi bæjarrúst; mun það hafa verið
bær, því önnur bygging getur það naumast verið, svo langt frá
bæjum,—það er meðal bæjarleið. Enda sjást hvergi merki til fjár-
húsa eða þess konar í landeignum annara bæja þar í dalnum, sem
þó hlyti víða að sjást, ef þau hefði verið til. Mun það ekki hafa
verið orðin venja hjer um sveitir á þeim tímum að hýsa „úti-
gangspening". Nafnið „fjós“ (=fje-hús) bendir og til þess, að ekki
hafi hús verið ætlað öðrum fjenaði en nautum á fyrri öldum. Hjer
virðist einnig marka fyrir túngarðsspotta úr smáu hraungrjóti, likt
og glögglega má sjá á Skeljastöðum. J>að er ekki ólíklegt, að
7