Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 58
56
(,,lava“), eða önnur vegsummerki eptir venjulegt eldgos. Hinn
rauða lit hafa þeir einkum af því, að allur fremri hluti þeirraeral-
þakinn smáu hellugrjóti, sem hefir rauðgulan lit, og sumt með ým-
islegum, fallega mynduðum rákum. Grjót þetta myndar skrið-
ur eða rennsl ofan eptir Kömbunum, sem eru hvert við annað. Efst
i hverju rennsli er grjóthrúga eða bunga, sem er einsog uppspretta
rennslisins. Grjót þetta er af þeirri steintegund, sem visindamenn
kalla „trachj't“, og er hún talin með þeim steintegundum, semjarð-
eldar mynda. þ>að litur þvi svo út, sem „trachyt“ið í Rauðukömb-
um hafi myndazt á þann hátt, að allur fremri hluti Kambanna hafi
verið alsettur smáum eldspýjum, sem þunn-bráðnuð „trachyt“-steypa
hefir flotið út úr, en storknað snögglega og smá-sprungið sundur
um leið. En nú er efamál: hvort þessi „trachyt“-myndun er frá
14. öld, eptir „Rauðukamba-eldinn“, sem þá kom upp; því það er
næstum líklegra, að hún sje miklu eldri, og jafnvel, að hún hafi
orðið til, þegar landið var að myndast, þvi fyrir utan það, að á
siðari tímum munu þau eldgos sjaldgæf hjer á landi, sem mynda
eintómt „trachyt", þá er það eptirtektavert, að í dalsbrúninni hinu-
megin, norðvestan í Skeljafelli, gagnvart Rauðukömbum, er, eins og
fyr er getið, rauðleitur melur, sem „trachyt“ grjót er í, mjög svo
samkynja sömu grjóttegundinni í Rauðukömbum. Lítur helzt út fyr-
ir, að þegar dalurinn myndaðist, hafi Kambarnir og fjallið rifnað
hvort frá öðru; „trachyt“ið hafi þá þegar verið myndað eða mynd-
azt um leið, og hafi þessi partur af því fylgt fjallinu. Likt má
víðar sjá. þ>annig er t. a. m. „trachyt“-skriða mikil austan í Sól-
heimafjalli i Ytrihrepp (Eyktahvamms skriða), en þar gagnvart
önnur minni „trachyt“-skriða vestan í HHðaríjalli í Eystrihrepp
(Heljarþrem); en það er nokkurt útlit fyrir, að Hreppa-fjöllin hafi
rifnað hvert frá öðru í jarðmyndunar umbyltingu. f>að liggur því
nærri, að ástæða sje til að efast um, að „Rauðukambaeldurinn“ hafi
komið upp í Kömbunum; hann gæti eins vel verið kenndur við
Kambana, þó hann hefði komið upp hjá þeim, annaðhvort úr hver-
opinu eða úr eldvörpunum, sem áður eru nefnd. Margir halda, að
eldurinn hafi komið upp úr hveropinu. En Rauðukambahver er
samt svo lítill (5—6 ál. á hvern veg), að furða mætti, ef jarðeldur
hefði komið upp úr honum. Auðsjeð er, að eldvörpin hafa spúið
eldi. J>au sem eru flöt ofan eða með dæld, hafa kastað af sjer
gosleðjunni. f>au sem hraunskorpa situr á, eru smærri, og hafa þau
ekki kastað af sjer. J>au eldvörpin, sem stærst eru, liggja ekki langt frá
Rauðukömbum, svo ekki er óhugsandi, að eldur, sem komið hefði
upp 1 þeim, gæti verið kenndur við Rauðukamba; þó má ekki
telja það líklegt, því eldvörpin eru eins nærri Reykholti og Skelja-
felli. Og þess er að gæta, að slík eldvörp eru víða í hraunum, og
hafa þau spúið meðan hraunið var að kólna, þvi þegar glóandi