Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 131
125
ganga klappir út í ána beggja megin, hvor á móti annari. Klöpp-
in að sunnanverðu er lengri, og nær langt út 1 ána, enn er lægri
enn sú að norðanverðu. Áin fellur á þessum stað í þrengslum, og
eru þar klettar niðri í. Myndast þar nokkur hallandi foss; fyrir
neðan einkannlega slær áin sér mjög út aftr, og er þar ákaflega
breið. Á milli klappanna hefir verið mælt með fœri þegar áin var
lögð ísi, og eru það 17 álnir, að Bjarni sagði mér. Hér er því frá
náttúrunnar hendi eitt hið hentugasta brúarstœði ; er það því víst,
að Hvítárbrú, sem Sturl. talar um, hefir verið hér. Af orðum sög-
unnar er það líka nær ákveðið, því Gizurr kom að sunnan, var
með flokk sinn að Hurðarbaki, sem er næsti bœr við brúna að
sunnanverðu við ána, sem fyr segir, enn Orœkja, sem að vestan
kom, reið iSíðumúla um kveldið, sem er næsti bœr fyrir ofan Síðu-
múla-Veggi, og stutt á milli, enn þeir eru nær því beint á móti
Hurðarbaki fyrir norðan ána upp frá Kláífossi. í Siðumúla hafa
þeir Orœkja fremur farið, af því þar var meiri bœr, og því hent-
ugri gistingarstaðr, og þó allskamt. Kolbeinn reið í Reykjaholt
og Sturla, sem þá var kominn í gisling, og með þeim 2 menn; má
vera að hann hafi átt þangað erindi. Um morgunin eftir riðu þeir
allir aftr til Brúar; náði Sturla þá eigi að ganga vestr yfir ána ;
voru menn settir til að gæta hans. Gizurr og Ormr riðu til Brú-
ar, og bað Gizurr þann eigi þrífast, er eigi væri hjá öðrum mönn-
um. „Biskuparfóru meðal ok ábóti, ok kom þá svá, at Orœkja ját-
ar görð Sigvarðar biskups ok Kolbeins . . . Vildi hann at þeir
biskuparnir færi á milli með handsölum, ella fyndisk þeir á brúnni;
en hún var mjó. Lézk Gizurr eigi vilja á hana ganga. feir bisk-
upar báðu þá Órœkju, at hann skyldi ganga yfir brúna, ok láta
þat eigi fyrir sættum standa. Sturla sendi þau orð Orœkju, at
hann þóttisk þess víss orðinn, at hónum var ætlað norðr með Kol-
beini mági sínum, ef hann gengi yfir ána; enn kallaði sér heitið
at fara vestr. Órœkja vill nú hætta á að ganga suðr yfir brú með
ráði biskups. f*á tók Böðvar til orða : nú er sem í Dölum sagða
ek þér um ferðirnar; eigi þarftú nú at ganga yfir ána, ef þú ætl-
ar at eigi skuli harðna sættin þín ór því sem þú játar nú. Órœkja
gekk eigi að síðr. Ok áðr Órœkja gekk yfir brúna, töluðu þeir
Kolbeinn og Gizurr tveir lengi; ok eptir þat gengu þeir til flokka
sinna. Órœkja gekk yfir brúna með sveit manna. Svarthöfði gekk
eigi lengra enn at brúarsporði ok latti Órœkju at ganga. En er
þeir kómu yfir ána, ok víkja upp frá brúnni, hlaupa þeir Gizurr ok
Ormr fyrir brúarsporðinn með allan sínn flokk; ok er engi kostr
at fara yfir ána, vestr eða suðr“. þ»ar sem Órœkja ætlaðist til,
að þeir Gizurr og hann mœttust á miðri brúnni, og þá nokkrir
menn með hvorum þeirra, sem hlutu að vera vottar við sættina,
og þá fleiri, er hér áttu hlut að, þá hefir þó brú þessi ekki verið