Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 150
144
er í konung'sbrjefinu. Tillögur Lafrentz amtmanns, dags. í Kaup-
mannahöfn ig. nóv. 1736, eru svo ýtarlegar, að það er næsta líklegt, að
hann hafi notið aðstoðar íslenzks manns, er vel kunnugur var, og
af því að þar kemur skýrsla um nokkur atriði, er sýnir, hvernig
þá hafi hagað um alþingisstaðinn, siðu manna og háttu, skal hjer
taka fram hið helzta, er fróðlegt mætti þykja úr brjefi þessu:
Hann minnist á, að til forna hafi búðirnar lengi haldizt við og
ekkert gjald verið greitt til prestsins. f»ar á eptir hafi búðirnar
lagzt af að mestu, en líkur sje til að amtmannsbúðin og önnur búð,
sem nefnd sje Snorrabúð (Snorebud) hafi verið notaðar. I stað
búða hafi þeir aðrir, er þing sóttu, haft tjöld, en þeir hafi hvorki
getað varið sig eða muni sína i þeim fyrir rigningum, óveðrum og
stormum, sem hafi feykt tjöldunum. Allflestir hafi þvi fyrir fáum
árum tekið aptur tilað byggja sjer búðir á sömu stöðum á sinn eigin
kostnað, og búa þær svo út, að þeir gæti varið sig sjálfa fyrir ó-
veðrum, og haft elda uppi til matgjörðar og annarar hressingar.
Ofnautn áfengra drykkja á „landsþinginu“ virðist honum á stuttum
tíma hafa minnkað allmikið við þetta, og megi því ekki vera þar
án búða; svo sje þetta eyðistaður og byggð engin, að húsnæði sje
fáanlegt eða viðurværi. Allt verði menn að flytja með sjer að
heiman: eldsgögn, vistir, rúm og rúmföt, borð, stóla og húsbúnað
allan, og það á hestum.
Stiptamtmaður segir, að þeir, sem á þing komi veraldlegrar
stjettar, geri presti engan ágang á túnum eða engjum, því að þeir
haldi þá eptir gamalli venju langt úti í högum, sem og á heiði
þeirri, sem nefnd sje í lögum og menn telja að til forna hafa verið
nefnd Bláskógaheiði. Sje það nokkur, sem veiti presti ágang
á túni eða engi, þá sje það andlegrar stjettar menn, sem sje við
synodus-starfa sinn, hinum megin við ána, og hafi þar bæði hesta
og tjöld, enda sje til húsa hjá prestinum.
þ»egar nú að Jón byskup Arnason beri það fram í tillögu sinni,
að það sje í makinda skyni, að hinir konunglegu þjónar hafi reist
búðir þessar, þá hafi hann alls enga átyllu til þess og verði það eigi
með neínni sanngirni sagt. þ>að sje öllum kunnugt, að þeir hafi
gjört þetta til þess að skýla sjer og tryggja fyrir stöðugum rign-
ingum, kulda og stormum, er árlega dynji yfir og drottni á lands-
þinginu. Bróðursonur prestsins á þnngvöllum sje prófastur í Borg-
arfjarðarsýslu, og viti það allir, að árið 1735 hafi stormurinn hafið
upp og feykt burtu qaldi hans, og á þinginu á þessu ári (1736) hafi
verið svo gott veður sem nokkurn tima áður í manna minnum, og
þó hafi komið svo mikill stormur, að byskup hafi orðið aó láta,
taka niður tjald þjónustumanna sinna. Biskupinn sje til húsa hjá
prestinum, en ef hann ætti að hafast við í öðru eins tjaldi og því,
er hann og presturinn fara fram á, að þjónar konungs skuli nota til