Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 144
'38
Endirinn árannsókninni í Borgarfirði kemr i næstu árbók. pað
er Egils saga Skallagrímssonar, þingnessping, nokkuð um þverár-
ping, o. fl. Eg áskil mér og að svara þeim athugasemdum, sem
mér við koma, í ritgjörð herra dr. Bjarnar Olsens um Vestfirði
hér að framan, enn eg verð að álita, að hér sé i rauninni ekki um
svo mikinn misskilning að rœða.
Mér var og sagt, að það væri enn almennr siðr á Vestjörðum, einkum
í Arnarfirði, eins og áðr hefir víða verið, að kerlingar fœru í svo kallaðar
orlofsferðir, og hafa þær þá áttroðna poka með gjafir, og er það þar enn
í dag kallaðar gollraferðir og gollragjafir, sbr. Njálu Kh. 1875, bls. 474,
um »göngukonurnar«, sem komu að Bergþórshvoli: »ok gaf Bergþóra þeim
gýligjafan. I Arnarfirði heyrði eg og, að vatnsfata væri oft kölluð spanda.
Allr spónamatr er þar kallaðr hafmatr. Fjallafé eða gjaldfé er þar kallað
tros, og heilagfiski og steinbítr og allt það, sem eigi getr orðið að saltfiski
og fiskast á þiskipum, er og kallað tros. En sjaldgæf munu sum af
þessum nöfnum orðin nú, því eigi heyrði eg þau nema á vissum stöðum.
Efnisyfirlit.
Bannsókn í Borgarfirði með 2 myndum: a. hoftótt á Lundi, og b.
skáli Blundketils, eftir Sigurð Vigfússon.
Inngangr....................................................bls. 61.
Mosfell.....................................................— 62.
Ferð þeirra þorgils Höllusonar um Borgarfjörð, og víg Helga
Harðbeinssonar ............................................ — 77.
Hoftótt á Lundi í Syðra-Beykjadal...............................— 96.
Víg Glúms ......................................................— 103.
Beið þórðar kakala um Borgarfjörð ..............................— 106.
Beykjaholt ..........................'.......................— 113.
Hvítárbrú ......................................................— 124.
Heiðarvíga saga, Gullteigr ................................... — 128.
Bannsókn í Ornólfsdal......................................... — 138.