Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 7
7
austan stóð á steini heldur stórum, sem þó virtist hafa verið settur
þar af náttúrunni en ekki af mannavöldum. Jeg hafði þannig
fundið báða hliðveggina og eystri þvervegg á dysinni, en vestari
þverveggurinn hafði verið tekinn burt, þegar grafið var í hauginn
í fyrra skipti. þessir veggir virtust hafa verið hjer um bil 2 fet á
þykkt; en hjer um bil 4 fet milli hliðveggja eða nokkru meira ef
gjört er fyrir því, sem veggirnir höfðu fallið inn. Lengdin á dys-
inni varð ekki ákveðin með neinni nákvæmni, vegna þess að vest-
ari þverveggur hafði verið tekinn burt, en virtist hafa verið 9 fet
eða mest 10. Á milli veggjanna var hjer um bil 4% fet niður í
harðan melinn frá yfirborði dysjarinnar, og var það fullt af möl,
sem var talsvert moldblönduð. Hjer og hvar fundum við innan um
þessa moldbornu möl rákir af einkennilegri ljósleitri mold, sem ef
til vill hafa verið fúaleifar af mannslíkama, en annars fundum við
ekkert merkilegt í dysinni, enda var varla við þvf að búast, að
nokkuð hefði getað geymzt þar lengi, vegna þess að hóllinn í kring
er úr möl og sjálf dysin lfka að mestu leyti hafði verið fyllt með
möl, þó að mold væri þar innan um, en þar sem jarðvegurinn er
svo holóttur og gisinn, getur vatn óhindrað runnið og vindur nætt
í gegn um allt. í þeirri litlu gröf, sem grafin var niður f melhól-
inn fyrir utan dysina, fannst ekkert nema tóm möl, en engin mold.
Jeg hygg, að það geti enginn efi leikið á því, að hjer hafi
einhver verið grafinn fyr eða síðar, en hitt er nokkuð vafasamt,
hvort dysin er úr heiðni eða ekki. Mjer þykir dysin nokkuð stutt
til þess, að hjer hafi getað verið grafinn hestur með manninum,
og mjög ólíklegt er, að hjer sje heygður höfðingi, þar sem dysin
að miklu leyti var fylt með möl, þó að innan um hana væri mold.
það má öllu fremur segja um þann, sem hjer hefir legið, að hann
hafi verið urðaður en heygður.
2. Rannsókn á Valseyri.
Sigurður Vigfússon hefir f Árbók fornleifafjelagsins 1883 á
10.—15. bls. lýst nákvæmlega Valseyri í Dýrafirði og skýrt frá
ferð sinni þangað sumarið 1882, og gjört grein fyrir þeim mann-
virkjum, sem hann fann þar. Áður hefir eyrinni verið lýst af Kr.
Kálund í Hist.-topografisk beskrivelse af Island, I. 576.—577. bls.,
sbr. II. 417. bls. Sigurður Vigfússon fann alls á eyrinni leifar
af 13—15 tóttum, en af ýmsum ástæðum gat hann eigi komið því
við að grafa í neina þeirra. Tvær af tóttum þessum hafa einkenni-
lega lögun; er önnur þeirra kringlótt, 33 fet að þvermáli, mjög
grafin niður, með ákaflega þykkum grjótveggjum og dyrum gegn
vestri, og er þrep eða rið fyrir innan dyrnar eins og til niðurgöngu
í tóttina; hin er nær ferhyrnd að lögun 44 fet á lengd en 42 fet á