Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 114
io8
þeir upp ok riðu sem mest máttu þeir til Reykjaholtz, ok segja
Kolbeini hvat títt var. Hann bað hvern mann spretta í klæði sín
ok ríða eptir sem hvatast. Ok er þeir vóru búnir, ríða þeir ofan
eptir Reykjadal, ok kómu í Bæ ; var Böðvarr úti, ok spurðu þeir
hann um ferðir fórðar. Hann kvezk ætla at löngu mundi
hann vestr um riðinn. Riðu þeir Kolbeinn þá ofan á Völlu ; ok
spurðu þar at þórðr hafði upp snúit til Grófar-vaðs. Snúa þeir þá
upp til pingness; var Börkr úti. Spyrja þeir hann at um ferðir
f>órðar. Hann kvazk eigi vita þat, hvárt fórðar-menn vóru eða aðr-
ir; kvað þar ríða annan flokk af öðrum ‘í alla nótt’. Koldeinn bað
hann ganga á leið með þeim. En er Kolbeinn reið á brott, dvölð-
usk þar eptir nökkurir menn hans, ok fundu hesta í húsi einu þá
er alvátir vóru ok ný-teknir undan söðlum. Riðu þeir þá eptir
Kolbeini, ok segja hónum at þeir höfðu fundit hestana ; ok kvóðu at
þar mundi vera menn þ>órðar nökkurir. Reið Kolbeinn þá aptr
heim á bæinn“. Siðan ræna þeir í þúngnesi og verðr þeim Kol-
beini töf at þvi; eftir það ríða þeir og sjálfsagt upp á Grófarvað
eins og J>órðr, þviað þeir riðu eftir honum. „Kolbeinn reið nú í
Stafaholt“.
þ>egar nú byrjað er aftr á þessari frásögn, og hún borin sam-
an við, hvernig hér til hagar, þá verðr hér fyrsta spurningin, vilji
maðr nokkuð hugleiða þetta mál, og prófa orð sögunnar, til að
geta sýnt fram á eðlilegt samband í frásögninni, sem hér getr átt
við : Hvaða á var þetta, sem |>órðr ætlaði hér yfir á þeim stað,
sem hér er kallað at Gufuskálum ? Allir, sem nokkuð til þekkja,
munu svara: f>að hlýtr að vera Hvítá, um það geta engin tví-
mæli verið ; hún verðr hér f)Trst fyrir og yfir 'nana þurfti f>órðr
því fyrst að komast; hún er og stœrsta og versta vatnsfallið, sem
hér er um að rœða. þetta er og fullkomlega rétt; það er auðvitað,
að þórðr hefir ætlað yfir Hvítá einhvers staðar ofan til um Staf-
holtsey eða þar upp frá, og að fara yfir Borgarfjörð þveran skemstu
leið, þar sem hann ætlaði vestr Langavatnsdal. Hér upp frá á
þessu svæði hafa jafnan verið almenningsvöð á ánni, enn ekki
neðar, sjá hér að framan um Bakkavað; og Langholtsvað er hér
litlu ofar, sem nú er almenningsvað. Enn þá verðr næsta spurn-
ingin: Hvaða Gufuskálar eru þetta ? Engin önnur saga nefnir
neina Gufuskála við Hvítá, og enginn veit heldr til, að þar hafi
nokkurn tíma þannig heitið. það gat og varla átt sér stað svo
langt upp frá. þetta er og enn fremr rétt. Gufuskálar hétu út við
Gufuá nær niðr við sjó, sem er litil á úti í Borgar-hrepp, og heitir svo
ennídag,sjáLandn.bls. i33ogEgilss. bls. 192. þaðgatekkiveriðmein-
ingin í fyrstu ferðaáætlun þórðar, að fara vestr fyrir Gufuá og ofan að
Gufuskálum, þegar hann ætlaði vestr Langavatnsdal. það er sá
fjarska krókr, sem allir vita, er hér þekkja til, og Kolbeinn gat þá