Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 132
12Ó
svo allmjó. f eir hafa þó þurft töluvert rúm allir saman. Sömu-
leiðis hefir hlotið að vera sterkt grindverk beggja megin á brúnni;
ella var það ógjörandi að standa á henni, þar sem svo mikið vatns-
fall beljaði hér í streng undir.
Eggert Olafsson segir um þessa brú í ferðabók sinni bls. 371:
„Af opinberum mannvirkjum (Indretninger) frá Sturlungatíð vita
menn nú ekki, að frá teknu Snorrabaði, sem áðr er umtalað, og
Hvítárbrú. Sú brú var bygð yfir Hvítá á þeirri tíð, og henni var
haldið við af bygðarmönnum. Nú er hún þó eyðilögð, og það
fyrir nokkur hundruð árum síðan; er það mjög til skaða og óhag-
ræðis, bæði fyrir héraðsbúa og ferðamenn. þ>essi brú var gjörð af
timbri, og var austr frá Deildartungu, þar sem áin er' mjóst mill-
um Síðumúla og Reykjaholts“.
Hér var á síðari tímum hafðr kláfr á ánni, og þar af er
nafnið komið, sem siðan hefir haldizt; enn ekki hefir það verið í
þeirra manna tíð, sem nú lifa. Enn til sannindamerkis eru sýndar
holur, sem klappaðar hafa verið ofan i bergið, og settir þar í járn-
bútar eða krókar til að festa í kaðlana. Eg sá 2 holur að sunnan-
verðu, er mannaverk sýndust á vera; að norðanverðu kom eg ekki,
því eigi verðr þar komizt yfir ána. Eg sá og á einum stað þar,
sem grasblettr var, votta fyrir gömlum götum, sem lágu þvert að
ánni að sunnanverðu frá. þ>að er enn eitt, sem ræðr úrslitum þessa
máls : hvergi á þessu svæði er nokkurt brúarstœði á Hvítá nema
á Kláffossi; til að sannfœrast um þetta, reið eg niðr með ánni að
sunnanverðu alt niðr undir ármót, þar sem Reykjadalsá kemr í
Hvítá. þ>ar eru allstaðar melbakkar að ánni og flá melabörð, og
áin breið; hvergi klappir eða þrengsli. Sama er að segja upp frá
KláfFossi, og alt upp að Bjarnafossi, sem nú er kallaðr i daglegu
tali Barnafoss; þar er hvergi brúarstœði á ánni. Enn upp að
Bjarnafossi er mjög langr vegr; hann er beint suðr undan
Gilsbakka; þar er gott brúarstœði; áin fellr þar í þröngum gljúfr-
um; þar var brú á 11. öld, sjá Heiðarvíga s. bls. 359, sem siðar mun
sagt. Enn munnmæli eru, að það hafi verið steinbogi, og er saga
um það. Má og vel vera, að þar kunni að hafa fyrst verið stein-
bogi, því Landn. segir bls. 67, að Músa-Bölverkr veitti Hvítá 1
gegnum ásinn. Eg skal og geta þess, að Brúar-Reykir er nærsti
bœr fyrir neðan Síðumúla-Veggi, og þó eigi allskamt niðr með
Hvftá. það er líklegt, að þeir séu kendir við Hvítárbrú. Fornmenn
hafa því valið hér hið hentugasta brúarstœði á Hvítá, því það
er nær í miðju héraði, og varð því mjög notað af ferðamönnum
sem komu sunnan, vestan og norðan. Eg var á Hurðarbaki um
nóttina. Enn nú víkr aftr frásögninni að hinum eldri sögum.
Laugardaginn 13. sept. gjörði eg fyrst dagbók mína, fór svo
á stað, og yfir í Hvítársíðu; fór eg upp með Hvítá, og yfir hana