Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 142
136
nokkur veruleg brunamerki fyndist hið innra í tóttinni. Eg lét því
grafa 5 grafir ofan í þessa löngu tótt, og fann þar mikið af svartri
timbrösku, rauðri ösku, rofaösku, brunnið grjót, og stein, sem var
svo brunninn, að eg gat brotið hann sundur milli handanna. Líka
fann eg gjall eða eitthvað, sem þannig var samanrunnið í eldi ;
vott af nautsbeinum fann eg hér einnig. í einni gröfinni fann eg
enga ösku, en í öllum hinum fjórum. Mesta ösku fann eg í þeirri
gröfinni, sem var nær í miðri vestri tóttinni ; var öskulagið þar
um 1 V„ alin á þykt. J>að var mjög rauðleit aska, og svo hörð,
eftir því sem niðr dró, að varla varð höggvið í gegnum; þar var og
sem rák af svartri timbrösku, líkt og það væri eftir brunninn brand;
hér fann eg nokkuð af beinaösku. Allsstaðar gróf eg niðr úr öllu
þessu, og ofan í harðan leir eða sand. þessi tótt var yfir höfuð
mjög ill viðfangs, því að mikið grjót hefir verið í veggjunum, og
er það mest fallið inn, sem vanalegt er, þannig að tóttin var víða
innan sem smá urð og hleðslurnar fallnar saman frá báðum hliðum.
Ekki gat eg með vissu séð, hvort stœrri tóttinni hefir verið skift
i tvent, ellegar það var innfallið grjót; enn vegna þess að eg var
ekki viss um, að hér hefði verið þverveggr, þá hefi eg ekki sett
hann á myndina, og mér er nær að halda, að það hafi ekki verið.
Dyr voru allar á suðrhlið skálans, samkvæmt þvi sem myndin
sýnir. Aldrei hefi eg fundið dyr á miðjum hliðvegg á fornum
byggingum, og ekki finst þess heldr getið, það eg hefi fundið.
það er og samkvæmt hinni fornu sætaskipun í skálunum, sem
kunnugt er. Við vestra gaflhlaðið voru neðstu hleðslurnar minst
úr lagi gengnar, og við austrgaflhlaðið fann eg undirstöðuna
neðstu nær óhaggaða, eða nokkuð af henni. Eg get því með
vissu ákveðið lengd tóttarinnar, og þegar eg nú geri hvert gafl-
hlað eða vegginn niðr við 6 fet, sem enn er vanalegt á hávum
veg'gjutn> þá verðr öll lengd alls hússins 99 fet, eða 100 getr verið.
Breidd skálans er með vissu ómögulegt að ákveða af áðurgreind-
um orsökum, enn minni enn 25—26 fet hefir hún ekki verið. Ymis-
legt fleira, einkannlega öskukent, fann eg í tóttinni, sem ekki er
hœgt að ákveða með vissu. þ>að verðr eðlilegt, þegar að er gáð,
að grjóthleðslurnar í þessari tótt sé svo mjög úr lagi gengnar, sem
áðr er sagt, þar sem það er sannað bæði af orðum sögunnar, og
hinum glöggu sannindamerkjum, sem hér fundust, að húsið hefir
verið brent, og eldr hefir leikið um það alt hið innra. f>egar
þetta á sér stað, þá brenna hleðslurnar og grjótið hleypr stórkost-
lega inn, heldr enn þegar veggirnir smátt og smátt síga saman.
f>að er von, að hér sé orðið fornfálegt og blásið, þar sem eru um
920 ár síðan Blundketilsbrenna varð. í lægðinni rétt upp undan
tóttinni fann eg hinn forna brunn, sem hafðr hefir verið til að taka
úr neyzluvatn. Hann er mjög saman hlaupinn og hefir verið