Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 1
Um hina fornu íslensku alin.
Eftir
Björn M. Ólsen.
Orðið alin, eða á fornu máli vanalega öln, er til í flestum ger-
mönskum málum (got. aleina, fhþ. elina, fe. eln). Það er sama orðið
og uXsvk] á grísku og ulna á latínu, og táknar upphaflega framhand-
legginn með hendinni firir neðan olnboga, og þarnæst lengd hans,
hafða sem mál. Þetta mál er mislangt hjá ímsum þjóðum, og má
heita, að hver þjóð hafi haft sína alin, og sumar jafnvel margar
álnir, sína í hverju hjeraði eða borg. Svo var t. d. hjá Þjóðverjum,
áður enn þeir tóku upp metramálið. Líka hefur álnamálið breitst
með timanum hjá sömu þjóðinni, meðal annars hjá oss Islendingum.
Vjer höfum nú hina dönsku alin og höfum haft, síðan hún var lög-
leidd hjá oss með tilskipun um verslunartaxtann 30. maí 17761); er
þar skipað, að vjer skulum hafa sömu álnir og í Danmörku eftir til-
skipun 10. janúar 1698. Dönsk alin er 62,77 sentimetrar, sem
kunnugt er.
Firir 1776 gekk hjer á landi hin svonefnda »Hamborgaralin«,
og hefur hún víst komist hjer inn á 16. öldinni, þegar verslun Þjóð-
verja stóð með mestum blóma hjer á landi. Hið forna stikumál mun
hafa staðið fram undir siðbót eða lengur. í Píningsdómi 1. júlí
1490 er talað um stikur, enn ekki álnamál2) og í brjefum firir og
eftir aldamótin 1500 er oftast miðað við hið forna stikumál8), ogþó
að orðið alin komi þar líka alloft firir4), þá er líklega um þetta
leiti átt við hina fornu íslensku alin, sem var helmingur stiku, enn
*) Lovsamling for Island IV. 314—353 bls.
a) Lovsaml. f. Island I 41. bls.
*) T. d. ísl. Fornbrs. VII. 598. bls. (1502), 724. og 742. bls. (1504), 802. bls.
(1505); VIII 88. bls. (1506), 510. bls. (1514).
‘) T. d. ísl. Fbrs. VIII 88., 91. og 111. bls. (1506); 266. bls. (1508); 659. bls.
(1518); 796., 799. og 800. bls. (1521).
1