Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 3
3 219/n dönskum þumlungum1). Þetta kemur og alveg heim við áln- arkvarða úr eiri, sem til er hjer í Forngripasafninu, merktur Nr. 4114. öðrumegin á flathlið þessa kvarða er mörkuð dönsk alin, og stendur þar letrað næst haldarhaldinu: »D: Al:«. Enn á hina flat- hliðina er mörkuð »íslensk« alin, nákvæmlega 219/u danskir þuml- ungar á lengd, og stendur þar næst handarhaldinu þetta letur: »Isl: Al: 21 ®/n t:«. A kvarðanum stendur hið vanalega danska löggild- ingarmark, fangamark Kristjáns konungs fimta, sem tíðkast enn í dag, og sínir, að þetta er löggiltur kvarði. Hann er kominn til safnsins í júní 1895 frá Benedikt umboðsmanni Blöndal í Hvammi í Vatnsdal, sini Bjarnar Blöndals, síslumans Húnvetninga, og er ekki ólíklegt, að hann hafi frá upphafi filgt síslumannsembættinu, enn orðið af vangá innligsa í dánarbúi Bjarnar sýslumans og ekki ver- ið afhentur eftirmanni hans, og komist þannig í eign Benedikts Blöndals. Af því að bæði málin, hið nýja og hið eldra, eru mörkuð á kvarðann, mætti ætla, að hann væri frá næstu árum eftir 1776, þegar danska alinin var lögleidd, enn þó er það als ekki víst, og jafnvel ólíklegt, að danska stjórnin hefði þá sent hingað kvarða með löggiltri »Hamborgaralin«, um leið og þessi alin var afnumin með öllu. Það hefði verið að gefa landsmönnum undir fótinn, að þeir mættu eftir sem áður nota »Hamborgaralin«. Á brjefi toll- kammersins til síslumanna, dags. 28. apríl 1781, sjest og, að stjórnin hafði skipað að senda sjer alla þá »Hamborgarkvarða«, sem til vóru við verslanirnar, og er síslumönnum boðið að rannsaka, hvort slíkir kvarðar sjeu þá enn til hjá almenningi eða við verslanirnar, og sjá um að þeir, sem séu í eign einstakra manna, sjeu óníttir, enn versl- unarkvarðarnir sendir verslunarstjórninni í Kaupmannahöfn. Um leið er það tekið fram, að »danskir álnarkvarðar« muni verða á boðstólum við verslanirnar, enn hins ekki getið, að á þessa kvarða sje jafnframt mörkuð »Hamborgaralin«2). Mér þikir því líklegt, að kvarði þessi sje eldri enn 1776. Að visu var »Hamborgaralinin« lögalin fram að þessu ári. Enn hin miklu viðskifti, sem landsmenn höfðu við Dani, ollu því, að menn urðu alt af jafnframt að hafa hliðsjón af hinu danska álnamáli, ekki síst síðan það var lögfest í Danmörku með tilskipun 10. jan. 1698. Merkilegt í þessu efni er það, að verslunartaxtarnir frá 1684 og 1702, sem annars telja alt í »Hamborgarálnum«, skipa svo firir, að sokkar skuli vera »ein dönsk alin« á lengd3). Sami tvískinnungur lísir sjer og í ritgjörð Páls ') Svo telur og Jón Sigurðsson i ísl. Frbs. I 307. bls. s) Lovs. f. 1*1. IV 590.—591. bls. s) Lovs. f. Isl. X 422. og 572. bls. Sbr. einkaleifisbr. 31. júli 1662 s. st. 279, bls. 3*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.